Atli Freyr gaf tískuheiminn upp og fór að hjálpa fólki

Atli Freyr Sævarsson elti drauma sína og hætti að vinna …
Atli Freyr Sævarsson elti drauma sína og hætti að vinna í tískubransanum. Ljósmynd/Laetitia Vancon

Atli Freyr Sævarsson prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins. Hann var alinn upp í Sævari Karli sem var verslun foreldra hans. Seinna fór hann út í heim og starfaði fyrir tískufyrirtæki eins og Prada og Hermés eða þangað til hann ákvað að snúa við blaðinu og fara að hjálpa fólki með því að læra markþjálfun. 

„Ég fann að eftir því sem ég færðist ofar í stjórnendastöðu, þá fjarlægðist ég fólkið á gólfinu sem var í raun og veru ástríða mín. Ég var orðinn sölustjóri Hermés í Norður-Evrópu og starfaði beint undir rekstrarstjóra þegar ég ákvað að nota menntun mína og reynslu og fara í að stofna mitt eigið fyrirtæki þar sem ég vinn maður á mann og hef þannig meiri áhrif á fleiri fyrirtæki,“ segir Atli í viðtali við Skólablað Morgunblaðsins. 

Atli ákvað á þessum tíma að læra markþjálfun til að geta spurt réttra spurninga.

„Verkefnin sem ég er að vinna núna er að aðstoða stjórnendur í að endurskipuleggja skipuritið í fyrirtækjum sínum og láta hlutina snúast um upplifun viðskiptavinarins þar sem lögð er áhersla á að finna réttu gildin og að starfsmenn lifi þessi gildi og komi þeim þannig áfram til viðskiptavina sinna.“

Skólablað Morgunblaðsins státar af vönduðu efni en í blaðinu eru fjölmörg viðtöl við framúrskarandi fólk sem hefur farið sínar leiðir í lífinu til að ná árangri. 

HÉR getur þú lesið Skólablaðið í heild sinni. 

Atli Freyr Sævarsson prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins.
Atli Freyr Sævarsson prýðir forsíðu Skólablaðs Morgunblaðsins.
mbl.is