„Ég er ekki alveg búin að jafna mig á skilnaðinum“

Angelina Jolie deilir því til lesenda breska Vogue að það …
Angelina Jolie deilir því til lesenda breska Vogue að það tekur tíma að komast yfir ástina. mbl.is/AFP

Leikkonan Angelina Jolie virðist vera að ná sér eftir erfitt tímabil í kjölfar skilnaðar við Brad Pitt. Hún prýðir forsíðu marstölublaðs breska Vogue þar sem hún deilir lífshlaupi sínu með lesendum blaðsins. 

Vogue er með skemmtileg innslög þar sem viðmælendur eru fengnir til að útskýra hvað þeir eru með í töskunni sinni. Sumir segja sjálfsvirðingu fólks koma í ljós í því hvernig þeir hugsa um sig og aðra og það sem er í töskunni gefi meira til kynna um persónuleika fólks en marga grunar.

Angelina Jolie er mikill nærandi og segir að oftast sé hún með eitthvað frá öllum börnunum sínum í töskunni. Þar sem hún vill vernda einkalíf barnanna deilir hún því sem er hennar í töskunni. Hún er með einfaldar snyrtivörur, grímu og súkkulaði; sem hún segir að sé nauðsynlegt fyrir allar mömmur að hafa í töskunni.

Jolie virðist lifna við í hvert sinn sem hún talar um börn sín og mannúðarstarf, þótt hún hafi fundið hæfileikum sínum farveg í gegnum ferilinn sem leikkona og leikstjóri. 

Lífið virðist leika við Jolie þessa dagana en í viðtalinu við Vogue deilir hún reynslu sinni af skilnaðinum. 

„Ég er ekki alveg búin að jafna mig á skilnaðinum en ég er í bataferli og er með það að markmiði að ná mér alveg.“

Angelina Jolie og Brad Pitt fóru í sundur árið 2016 og voru skilin að lögum árið 2019. Þau eiga sex börn saman og er áhugavert að sjá stjörnu á borð við Jolie deila því til lesenda að það taki tíma að ná sér eftir skilnað og slíkt virðist ekki gert með plástrum eða öðru fólki. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál