Bumble gerði hana að milljarðamæringi

Herd þegar hún fagnaði þrítugsafmæli sínu á skútu ófrísk af …
Herd þegar hún fagnaði þrítugsafmæli sínu á skútu ófrísk af fyrsta barninu sínu. mbl.is/skjáskot Instagram

Whitney Wolfe Herd, stofnandi stefnumótaforritsins Bumble, segir að þegar konur velja sér maka sé meira öryggi í sambandinu. Því þegar þær eru ánægðar verða allir aðrir ánægðir líka. 

Herd talar af eigin reynslu en hún var ein af stofnendum Tinder á sínum tíma. Hún fór frá Tinder árið 2014 og kærði tvo meðstofnendur stefnumótaforritsins fyrir fordóma og kynferðislega áreitni. Í kjölfarið stofnaði hún Bumble með þarfir og öryggi kvenna í fyrirrúmi. 

Bumble hefur nú skapað henni milljarða og gefið henni færi á að lifa lífinu sem hún hefur alltaf þráð að lifa. 

Bumble er með öðru sniði en Tinder að því leyti að konur mega einungis taka fyrsta skrefið í átt að samtali sem á síðan að leiða til stefnumóts. Það eru litlir hvatar fyrir leiki og konur eiga að geta haldið í virðingu sína og öryggi í forritinu. 

Herd giftist olíuerfingjanum Michael Herd á Ítalíu árið 2017 og eignuðust þau son saman í fyrra. 

Fyrirtækið er nú komið á bandaríska hlutabréfamarkaðinn og bendir hún á sína sögu sem leið sem allar konur ættu að fara í lífinu. Að koma sér út úr óheilbrigðum samböndum og taka skref í átt að lífinu sem þær vilja lifa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál