Ætlaði að stoppa á Íslandi í tvær vikur en er hér enn

Hjalti Pálsson ólst upp við mikla vínmenningu og deilir þekkingu …
Hjalti Pálsson ólst upp við mikla vínmenningu og deilir þekkingu og áhuga sínum nú með Íslendingum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Páls­son ólst upp að hluta til í Frakklandi og hef­ur búið þar sam­tals í 15 ár. Hann starfar í markaðsdeild raf­bíla Stell­ant­is í París en hann bjó þar þangað til heims­far­ald­ur­inn skall á. Eft­ir að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn kom upp hóf hann fjar­vinnu á Íslandi. Hann hef­ur nýtt Íslands­dvöl­ina til þess að koma á fót fyr­ir­tæk­inu Tíu Vín en hann og franskan fé­laga hans hafði lengi dreymt um að flytja gæðavín til lands­ins.

„Ég kom til Íslands í mars á síðasta ári. Ég ætlaði að stoppa stutt á Íslandi, var í vinnu úti. Yfir­maður minn sagði mér að drífa mig bara heim til fjöl­skyld­unn­ar þar sem það var allt að lokast í Frakklandi. Ég kom bara með hand­far­ang­ur­stösku og ætlaði að stoppa í tvær vik­ur. Svo bara gerðist það sem gerðist á síðasta ári og er enn í gangi,“ seg­ir Hjalti um ástæðu þess að hann er enn á Íslandi.

Gam­all draum­ur varð að veru­leika þegar þeir Hjalti og vin­ur hans, vín­sér­fræðing­ur­inn Romain, hófu að flytja inn vín. „Romain var alltaf að spyrja hvenær við ætluðum að flytja vín til Íslands. Það gafst aldrei tími en loks í mars fór maður að hafa meiri tíma fyr­ir aðra hluti og þá var ákveðið að keyra af stað þessa hug­mynd,“ seg­ir Hjalti.

Ísland ekki of lítið

„Þrátt fyr­ir að vera lít­ill markaður þá er hann ansi stór miðað við hvað eru fáir sem búa á Íslandi. Það er fullt af góðum veit­inga­stöðum og flott­um bör­um. Nóg af stöðum til þess að koma nýj­um gæðavín­um á fram­færi. Ég held að ef maður hugs­aði að Ísland væri of lít­ill markaður, þá myndi eng­inn gera neitt á Íslandi,“ seg­ir Hjalti sem sér jafn­vel fyr­ir sér að taka hug­mynd­ina lengra og flytja vín til annarra Evr­ópu­landa.

Fyrstu vínin hjá Tíu Vín koma í Vín­búðina 1. apríl en Hjalti seg­ir þá leggja mikið upp úr að semja beint við fram­leiðend­ur og ná þannig sann­gjörnu verði. „Romain vin­ur minn smakk­ar öll vín áður en þau koma til Íslands. Hann send­ir mér þau, ég smakka þau til og met hvort ég sé sam­mála. Þar að auki held ég skipu­lagðar vínsmakk­an­ir með íslensku vínáhugafólki sem hjálpar mér að lesa betur í hvað vantar á íslenska markaðinn.“

Nafnið Tíu Vín er komið þannig til að þeir Hjalti og Romain velja af kostgæfni topp-tíu-lista af vín­um frá ákveðnum lönd­um og svæðum. Fyrsti list­inn er Tíu Vín Frakk­land og verður það fyrsta lín­an sem verður fá­an­leg í Vín­búðunum frá 1 apríl. Með fyr­ir­tæk­inu vill Hjalti bæta vín­úr­valið en seg­ist alls ekki telja að úr­valið á Íslandi sé slæmt. Hann vill bara auka fjöl­breytn­ina á markaðnum.

Hjalti Pálsson stofnaði fyrirtækið Tíu Vín þegar hann kom heim …
Hjalti Pálsson stofnaði fyrirtækið Tíu Vín þegar hann kom heim til Íslands í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti er ánægður með hversu vel hef­ur tek­ist til við að stofna fyr­ir­tækið á Íslandi. „Við vor­um ekki að flýta okk­ur. Við erum báðir fa­stráðnir ann­ars staðar. Við erum ekki í keppni við tím­ann. Það verður ákveðinn tímapunktur þegar vínin eru fáanleg í ÁTVR.

Ég myndi klár­lega segja að áhugi Íslend­inga á vín­um væri að aukast, eflaust vegna þess að þeir hafa kynnst nýjum vínum á ferðalögum sínum erlendis. Gæðastaðallinn hef­ur verið að aukast því margir flott­ir veit­ingastaðir og bar­ir hafa í vinnu fag­fólk með sérþekkingu á vínum til að velja inn góð vín. Ég finn að Íslend­ing­ar eru forvitnir og vilja fræðast meira um vínin sem þeir velja. Það er mikilvægur þáttur í þeirri vínmenningu sem við Romain þekkjum frá Frakklandi og okkur langar að kynna betur fyrir Íslendingum. Það er ekki bara „ég vil rauðvín eða hvít­vín“. Við erum ekki að hvetja til of­drykkju og vilj­um alls ekki að fólk drekki meira. Kannski þegar ákveðið er að fá sér vín í góðum fé­lags­skap að þá sé valið gæðavín.“

Mæl­ir með Kors­íku

Hjalti seg­ir dá­sam­legt að al­ast upp í því mikla vín­menn­ing­ar­landi sem Frakk­land er. Hann ólst upp í Strass­borg í Alsace-héraði sem er mikið hvít­víns­hérað. Besta hvít­vínið fær hann auðvitað úr héraðinu. Besta rauðvínið seg­ir hann hins veg­ar koma frá Mé­doc og Búrg­úndí er í upp­á­haldi hjá hon­um þegar freyðivín er ann­ars veg­ar. Hann mæl­ir með Miðjarðarhafseyjunni Kors­íku þegar fólk fer að ferðast aft­ur. Þar seg­ir hann að ískalt rósa­víns­glas sé ómiss­andi.

„Ég mæli með að ferðast um Frakk­land. Það er svo stórt og fjölbreytt land, fimm sinn­um stærra en Ísland. Hver borg og hvert hérað er með sinn sjarma. Ég hef bara góða hluti að segja um Frakk­land,“ seg­ir Hjalti. Eitt það sem Hjalta finnst einna já­kvæðast við að hafa búið í Frakklandi er hvað hann á auðvelt með að aðlag­ast öðrum menn­ing­ar­heim­um. Hann seg­ir það hafa opnað augu sín.

Hjalti vill ekki meina að hann sé fast­ur á Íslandi. „Mér finnst það ekki al­veg nógu fal­legt orð. Ef maður vill fara út þá get­ur maður farið út. Aðstæður hafa þró­ast þannig að þetta hef­ur verið dá­sam­leg­ur tími á Íslandi þrátt fyrir óvissuna sem fylgir faraldrinum. Árið 2020 veitti mér mögu­leika á að búa á Íslandi í meira en eitt ár sem ég hafði ekki gert lengi og eyða tíma með fjöl­skyldu minni, vera með kær­ustu minni og stofna Tíu Vín á Íslandi sem er með bjarta framtíð.“

mbl.is