Lærði að borga reikninga við skilnaðinn

Kris Jenner lærði margt á fyrsta skilnaði sínum.
Kris Jenner lærði margt á fyrsta skilnaði sínum. AFP

Kris Jenner lærði að fara með peninga þegar hún gekk í gegnum sinn fyrsta skilnað. Áður en hún og Robert Kardashian heitinn skildu hafði Jenner ekki borgað neina reikninga sjálf. Í dag þykir hún með einstaklega gott viðskiptavit og hefur byggt upp eitt þekktasta vörumerki í heimi í kringum fjölskyldu sína. 

Raunveruleikaþáttastjarnan var gift Kardashian í 13 ár en segir í viðtali við tímarit Wall Street Journal að því fram kemur á vef People að eiginmaður sinn hafi séð um öll fjármál þeirra fyrir skilnaðinn. Jenner skammaðist sín þegar hún gat ekki svarð vinkonu sinni hversu mikil útgöld hennar voru. 

„Ég veit það ekki,“ sagði Jenner þegar vinkona hennar spurði hana hvað það kostaði að vera með garðyrkjumann. „Það voru ákveðin þáttaskil hjá mér. Ég skammaðist mín yfir því að ég vissi það ekki. Ég vaknaði einn daginn við ábyrgð sem ég bar ekki daginn áður. Ég þurfti að finna út úr þessu.“

Kris Jenner er konan á bak við Kardashian-viðskiptaveldið.
Kris Jenner er konan á bak við Kardashian-viðskiptaveldið. AFP

Jenner segist taka vel eftir og var snögg að læra. Hún vissi að hún þyrfti að koma reglu á fjármálin. 

„Mér fannst ég hafa afrekað svo mikið þegar ég fann út úr þessu. Borgaði mína eigin reikninga, bjó til eigin peninga og borgaði skattinn sjálf. Og það komu tímar þar sem ég átti ekki mikla peninga en ég var mjög skipulögð.“

Jenner segist í dag hafa mikinn áhuga á viðskiptum. Hún sér ekki bara um eigin fjármál í dag. Hún er virk í viðskiptalífinu auk þess sem hún stýrir frægðarsól barna sinna. 

„Ég hef áhuga á því hvernig fólk aflar tekna á mismunandi hátt og hvað er að gerast í heiminum. Ég hef áhuga á mismunandi fyrirtækjum, hvernig þau þróast og hvernig þau verða farsæl.“

mbl.is