Opnaði kökubúð í miðjum faraldri

Sylvía Haukdal er annar eigandi Bake me A Wish Ísland.
Sylvía Haukdal er annar eigandi Bake me A Wish Ísland. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sylvía Haukdal, annar eigandi Bake Me A Wish Ísland, er menntaður sætabrauðskokkur frá Le Cordon Bleu. Hún hefur alltaf elskað að baka og eru hennar bestu minningar frá Húsavík með mömmu sinni í eldhúsinu. 

Ég á klárlega margar góðar minningar úr eldhúsinu heima. Það eru mínar uppáhaldsminningar. Núna vinn ég við að baka og finnst einnig dásamlegt að baka heima hjá mér. Það er ákveðin hugleiðsla fyrir mig að vera að dúlla mér eitthvað í eldhúsinu.“

Sylvía er yngri systir Birgittu Haukdal söngkonu og eru þær mjög nánar systur og vinkonur.

„Það eru níu ár á milli okkar þannig að ég man ekki mikið eftir henni að syngja heima í stofu á meðan ég var í eldhúsinu. Hins vegar var hún dugleg að leyfa mér að koma og vera hjá sér þegar hún flutti suður.

Kökurnar sem Sylvía gerir eru einstaklega fallegar.
Kökurnar sem Sylvía gerir eru einstaklega fallegar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við eigum ótrúlega dýrmætt samband og er hún mín besta vinkona. Við eigum dætur á sama aldri og eiga þær líka ótrúlega fallega vináttu.“

Sylvía á dæturnar tvær með eiginmanni sínum Atla Björgvinssyni.

„Fjölskyldulífið er mér mjög dýrmætt og ég er svo þakklát fyrir fólkið mitt. Mér finnst starf mitt og heimilislífið fara vel saman og hlakka til að halda áfram að koma mér fyrir á kökumarkaðnum hér heima.“

Sylvía hefur unnið við að gera kökur hjá Sætum syndum frá árinu 2015 eða þar til hún ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki í fyrra.

Opnuðu kökubúð í miðjum faraldri

Það muna eflaust margir eftir henni úr þáttunum Bakað með Sylvíu Haukdal á Stöð 2.

„Við Eva Rós Sigurðardóttir opnuðum Bake Me A Wish í miðjum kórónuveirufaraldri í fyrrasumar og hafa viðtökurnar verið ótrúlegar. Við erum með litla bleika og blómlega kökubúð og kaffihús í Iðnbúð 2 í Garðabæ þar sem við erum með fullt af kökum, bollakökum, pestói, hrökkbitum og fleira. Svo erum við með sérpantanir þar sem hægt er að panta kökur, veislubakka, kökupinna, marengs, browniestafi og ýmislegt fleira.“

Vinsælast að hafa veisluborðin stílhrein

Sylvía er þessa dagana að hvíla sig til að ná upp orku fyrir fermingarnar sem senn fara af stað.

„Það er búið að vera mjög mikið að gera síðan við opnuðum í júlí og ákváðum við að fara í viku frí fyrir næstu törn. Þegar maður er að byrja með fyrirtæki og með fáa starfsmenn er mikilvægt að muna að passa upp á sjálfan sig. Ég verð að viðurkenna að ég hef aðeins gleymt því svo ég hlakka til þess að hvíla mig og fara í frí.“

Það er vinsælt að vera með lifandi blóm á kökum …
Það er vinsælt að vera með lifandi blóm á kökum um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með hverju mælir þú í fermingarveisluna?

„Ég get mælt með svo mörgu. Marengs og browniestafir eru geggjaðir á veisluborðið, kleinuhringir, veislubakkar og svo auðvitað góðar súkkulaðikökur. Það sem slær líka alltaf í gegn eru pönnukökur. Þær hverfa alltaf af borðinu strax ásamt heitum réttum.“

Hvernig kökur eru vinsælar núna?

„Vinsælast í kökunum þessa dagana er súkkulaðikaka með þristamús, marengs og browniestafirnir.“

Eru kökur að verða meira eins og skreytingar?

„Já, ég myndi segja það. Fólk er mjög mikið að hugsa um heildarútlitið á veisluborðinu. Það tekur kannski köku og staf í stíl og hefur blómaskreytingar á kökunum og borða í sama litaþemanu.“

Bake Me A Wish var opnað í miðjum kórónuveirufaraldri í …
Bake Me A Wish var opnað í miðjum kórónuveirufaraldri í fyrrasumar og hafa viðtökurnar verið ótrúlegar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gott ráð að vinna með frosna kökubotna

Sylvía segir sykurmassann vera að minnka tölvert í eftirspurn og nú sækist fólk meira eftir kökum með kremi í lit og er þá sykurmassinn meira notaðar í skreytingarnar í dag.

„„Rustic“ kökur með lifandi blómum eru vinsælar. Síðan er gull, silfur eða rósagull notað með til að setja punktinn yfir i-ið.“

Áttu gott ráð fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með kökur?

„Ég mæli alltaf með því að vinna með frosna kökubotna. Þá er þægilegra að setja utan um þá. Það molnar ekki eins mikið úr þeim og kakan er stöðugri þegar verið er að setja hana saman. Svo er bara að prófa sig áfram. Það er fullkomlega eðlilegt að kakan verði ekki fullkomin í fyrstu tilraun.“

Bake Me A Wish er bakarí þar sem litir og …
Bake Me A Wish er bakarí þar sem litir og fegurð er í forgrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sylvía hefur unnið við að gera kökur hjá Sætum syndum …
Sylvía hefur unnið við að gera kökur hjá Sætum syndum frá árinu 2015 eða þar til hún ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Litla bleika blómlega kökubúðin og kaffihúsið er í Iðnbúð 2.
Litla bleika blómlega kökubúðin og kaffihúsið er í Iðnbúð 2. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »