„Einkalífið hefur áhrif á vinnuna“

Angelina Jolie elskar að leikstýra en vegna skilnaðar hennar við …
Angelina Jolie elskar að leikstýra en vegna skilnaðar hennar við Brad Pitt sem hefur verið í vinnslu frá árinu 2016 hefur hún þurft að snúa sér meira að leiklistinni aftur. mbl.is/AFP

Í viðtali um kvikmyndina Those Who Wish Me Dead segir leikkonan Angelina Jolie að leikstjórn hafi lengi heillað sig en af persónulegum ástæðum hafi hún nú þurft að taka að sér smærri verkefni og hlutverk.

„Ég elska að leikstýra en vegna breytinga á fjölskylduhögum mínum hef ég ekki haft tök á því að fara burt frá fjölskyldunni minni í lengri tíma. Því hef ég tekið að mér að leika aftur, sem er gott tækifæri líka.“

Jolie segir að reynsla sína af leikstjórn hafi aukið skilning sinn á hlutverki allra á staðnum þegar verið er að taka upp kvikmyndir. Þá sér í lagi hvað leikstjórinn þarf að huga að mörgu. 

„Þegar ég er blaut og mér er kalt er ágætt að hafa reynsluna og þroskann til að muna að það líður öllum á setti eins og mér. Ég er ekki ein og það kemur manni út úr því að hugsa einungis um sig,“ segir hún.

Kvikmyndin Those Who Wish Me Dead verður frumsýnd í maímánuði í Bandaríkjunum. Hún fjallar um ungan dreng sem verður vitni að morði föður síns en hittir konu, sem Jolie leikur, sem er sérfræðingur í að lifa af í villtri náttúrunni. Hún kemur drengnum til hjálpar við að flýja morðingja föður síns. 

Entertainment Weekly



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál