Aðalsteinn hættir hjá Rúv

Aðalsteinn Kjartansson lætur af störfum hjá Rúv í dag.
Aðalsteinn Kjartansson lætur af störfum hjá Rúv í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson hættir störfum hjá Rúv eftir daginn í dag. Aðalsteinn greinir sjálfur frá þessu á Facebook í dag. Aðalsteinn unnið að dagskrárgerð í fréttaskýringaþættinum Kveik undanfarin ár. Aðalsteinn segir í færslu sinni að honum hafi orðið það ljóst að Rúv væri ekki vinnustaður fyrir hann eins og stendur. 

Hann segir að hann sé ekki að fara í neinu fússi heldur að vandlega athuguðu máli. Síðasta innslag Aðalsteins í Kveik var sýnt í gærkvöldi á Rúv.

Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið um það, í marga mánuði, er samt niðurstaðan mín að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur. Ég er ekki að fara í neinu fússi heldur að vandlega athuguðu máli. Löngunin til að gera góðar fréttir er sannarlega enn til staðar og sem betur fer eru fleiri fjölmiðlar hér sem geta veitt mér vettvang til þess,“ skrifar Aðalsteinn.

Aðalsteinn vann að Kveiks-þættinum þar sem viðskiptahættir Samherja í Afríku voru opinberaðir. Hann vann áður hjá Reykjavik Media og var á meðal þeirra sem opinberuðu Panamaskjölin árið 2016. 

Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Aðalsteinn ráðið sig til starfa á Stundinni, en systir hans, Ingibjörn Dögg Kjartansdóttir og mágur hans Jón Trausti Reynisson ritstýra þeim miðli. 

mbl.is