Búningahönnuður Kötlu kveðst hreykin

Karen Briem og Andri Unnarsson fatahönnuðir
Karen Briem og Andri Unnarsson fatahönnuðir Ljósmynd/facebook

Karen Briem búiningahönnuður kveðst ákaflega hreykin af þeirri vinnu sem hún tók þátt í við gerð sjónvarpsþáttanna Katla sem voru frumsýndir á streymisveitunni Netflix í lok síðustu viku. Karen Briem, sem er búningahönnuður þáttanna, skrifar færslu á Facebook í dag þar sem hún tekur þetta fram. Hún þakkar einnig deildinni sinni, smink-gervadeild og fleirum sem störfuðu með henni að þessu verkefni.

Sjónvarpsþættirnir í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur, Barkar Sigþórssonar og Baltasar Kormákurs hafa hlotið mikið lof hérlendis og erlendis fyrir leikmynd og búningagerð, tónlist og frábæra frammistöðu ungra og efnilegra íslenskra leikara.

mbl.is