Vilt þú vinna á flottasta hóteli landsins?

The Reykjavík Edition leitar nú að starfsfólki.
The Reykjavík Edition leitar nú að starfsfólki.

Hótelið The Reykjavík Edition leitar nú að starfsfólki til þess að ganga til liðs við sig. Hótelið heldur viðburð á Petersen svítunni á fimmtudaginn kemur þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að kynnast starfsfólkinu betur og ræða framtíðarmöguleika.

Stefnt er að opnun hótelsins í lok sumars en það er staðsett við Austurbakka 2, við hlið Hörpu. Markmið viðburðarins er að leyfa fólki að kynnast fyrirtækinu og teyminu sem stendur að baki The Reykjavík Edition.

The Edition er lífsstíls- og lúxushótelkeðja í eigu stórveldisins Marriot en innan hótelkeðjunnar er áhersla lögð á mikil gæði og háan standard.

Nánari upplýsingar má finna á facebookviðburði The Reykjavík EDITION.

mbl.is