Holder spennt fyrir Ladurée x La Double J-línunni

David Holder, Elisabeth Holder, Matthew Kenney og Francis Holder.
David Holder, Elisabeth Holder, Matthew Kenney og Francis Holder. mbl.is/Instagram

Þeir sem elska fallega liti og alls konar mynstur þegar kemur að borðbúnaði geta glaðst í dag þar sem nýverið hefur verið kynnt samvinnuverkefni La Double J og Ladurée-samsteypunnar. Línan heitir Ladurée x La Double J og er fáanleg í Bandaríkjunum. 

La Double J er tískuhús sem er staðsett í Mílanó á Ítalíu. Fyrirtækið gerir fallegar tískuvörur og húsbúnað með prentverki frá alls konar tímabilum. 

Flestir þekkja veldi Ladurée í Frakklandi sem er í eigu Holder-fjölskyldunnar. 

„Ég þekkti til J.J. og elskaði fatnaðinn og í raun og veru allt sem hún gerir. Svo rétt áður en faraldurinn braust út hittumst við í Mílanó í sýningarsal hennar. Við vorum báðar mjög uppteknar af kvenorkunni og hafði hún verið að vinna með þá hugmynd í ákveðinni útfærslu á Lífsins tré-línunni. Við vorum á sömu bylgjulengd,“ segir Elisabeth Holder, forstjóri Ladurée í Bandaríkjunum. 

Línan er með tilvísun í móðurina, frjósemi og í raun allt sem kvenorkan snýst um. Hægt er að kaupa borðbúnaðinn á meðal annars Goop.

Ladurée x La Double J er fáanleg í netverslunum víða.
Ladurée x La Double J er fáanleg í netverslunum víða. mbl.is/Goop

Bróðir Elisabeth Holder varð forseti Ladurée-samsteypunnar árið 1993 og varaformaður Holder Group árið 2000. Undir stjórn Holder-fjölskyldunnar hefur Ladurée verið að vaxa víða um heiminn. Meðal annars í London, Japan og New York. 

mbl.is