„Hún er ekki sérfræðingur í ástamálum“

Margot Robbie var glæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar The Suicide Squad …
Margot Robbie var glæsileg á frumsýningu kvikmyndarinnar The Suicide Squad nýverið í Bandaríkjunum. mbl.is/AFP

Leikkonan Margot Robbie var glæsileg að vanda í Chanel-fatnaði á rauða dreglinum þegar ofurhetjumyndin „The Suicide Squad“ var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum. Í viðtölum fyrir frumsýninguna útskýrði Robbie hvað er einstakt við að túlka hina uppátækjusömu Harley Quinn í myndinni. 

„Harley er á lausu og tilbúin í samband. Hún leitar að ástinni alls staðar þar sem hana er ekki að finna. Það endar ekki vel fyrir hana  aldrei  en ég elska að leika hana og finnst gaman að bregðast við eins og hún gerir. Sem eru vanalega mjög óvenjuleg viðbrögð miðað við aðstæðurnar sem hún er í. Það er það sem ég elska við hana.“

Samvinna leikaranna var góð og virðist mikill vinskapur hafa myndast á milli leikaranna við gerð myndarinnar. Kvikmyndin fjallar um ofurþrjótana Harley Quinn, Bloodsport, Peacemaker og samansafn fanga í Belle Reve-fangelsinu sem ganga til liðs við hina háleynilegu en vafasömu X-sérsveit. Óvinir leynast við hvert fótmál og spennan því í hámarki. 

„The Suicide Squad“ var væntanleg í kvikmyndahús á Íslandi 4. ágúst. 

„The Suicide Squad“ var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum. Hér má …
„The Suicide Squad“ var frumsýnd nýverið í Bandaríkjunum. Hér má sjá meðal annars þau Nathan Fillion, Storm Reid, Margot Robbie, John Cena, James Gunn, Michael Rooker, Jai Courtney og Daniela Melchior. mbl.is/AFPmbl.is