Það lengir lífið að fara í skóla

Þegar fólk byrjar að læra nýja hluti þá beinir það …
Þegar fólk byrjar að læra nýja hluti þá beinir það sjónum sínum að tækifærunum í lífinu. Það styrkir geðheilsuna. mbl.is/Colourbox

Sálfræðingurinn Romeo Vitelli bendir á að ef við veitum fólki á öllum aldri tækifæri til að læra þá ýtir það undir sjálfstæði þjóðarinnar. Dr. Vitelli hvetur alla þá sem vilja lengja lífið að fara í skóla aftur í grein sem hann ritaði á vef Psychology Today.

„Fólk sem komið er á sjötugsaldur upplifir oft augnablik í lífinu þar sem það byrjar að gleyma hlutunum. Þetta minnistap er hluti af því að eldast en hægt er að vinna á móti því með því að fara aftur í skóla,“ segir hann.

Dr. Vitelli bendir á rannsóknir sem sýna að ef fólk heldur áfram að læra myndar það þanþol gegn minnisleysi og hrörnun heilans.

Hann bendir á fyrirmyndir á borð við Lauru Ingalls Wilder sem gaf út fyrstu bókina sína 64 ára að aldri; Benjamin Franklin sem vann þar til hann var 85 ára og Peter Mark Roget sem gaf út alls konar verk þar til hann varð níræður.

„Menntun á að vera fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst eldra fólkið okkar. Aukin menntun stuðlar að meira sjálfstæði, sem er gott fyrir allt samfélagið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál