„Skjólstæðingar eignast nýtt líf“

Skjólstæðingar eignast nýtt líf á svo margan hátt í fráhaldi. …
Skjólstæðingar eignast nýtt líf á svo margan hátt í fráhaldi. Þyngdarvandi leysist, tækifæri skapast til vinna úr tilfinningavanda sem upp getur komið og andlegur styrkur eykst. mbl.is/Colourbox

Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf. Hún er stjórnandi Infact, alþjóðlegs fagskóla fyrir meðferðir og ráðgjöf fyrir matarfíkn og MFM matarfíknimiðstöðvarinnar.

Hún er í óðaönn þessa dagana að huga að vetrarstarfinu sem er að hefjast á mörgum vígstöðvum.

„Meðferðarstarfið hjá MFM matarfíknimiðstöðinni er að hefjast og nú hefja tveir nýir ráðgjafar störf með okkur, Anna María Sigurðardóttir og Lára Kristín Pedersen. Þær hafa báðar lokið námi við Infact-skólann.

Við bjóðum upp á greiningarviðtöl og meðferðir fyrir byrjendur og einnig þá sem eru að koma aftur inn í meðferðarvinnuna til að styrkja sig enn frekar.

Byrjendanámskeiðin eru 5 vikur og síðan getur viðkomandi haldið áfram frá mánuði til mánaðar eftir þörfum.

Við höfum nú starfað í 15 ár og vel á 3.000 einstaklingar hafa unnið með okkur á þessum tíma.“

Alþjóðlegur skóli með fjarkennslu

Infact er alþjóðlegur skóli fyrir fagaðila í heilbrigðis- og félagsgreinum og kennir greiningar, ráðgjöf og meðferðir við matarfíkn.

„Skólastarfið fer alfarið fram með fjarfundabúnaði og nemendur eru víða að úr heiminum. Næsta önn hefst 17. september og lýkur með útskrift nemenda sem Certififed Food Addiction Professional með viðurkenningu frá Evrópsku fíkniráðgjafarvottunarstofnuninni, og fyrir Bandaríkin Addiction Professional Certification Board. Við hefjum nú sjöundu önnina, en Infact var stofnaður 2016 og hafa 80 nemendur útskrifast frá skólanum.

Kennarar í skólanum eru 11 helstu sérfræðingar á heimsvísu í vísindum og meðferðarvinnu fyrir þennan vanda. Þar má nefna meðal annarra dr. Veru Tarman fíknilækni, Robert Lustig MD, efnaskiptalækni og vísindamann, Thereza Wright RD næringarsérfræðing, og Phil Werdell, MA og sérfræðing í matarfíknimeðferðum.“

Hvað getur þú sagt mér um Food Addiction Institute?

„Food Addiction Institute eru alþjóðleg samtök sem vinna að viðurkenningu á matarfíkn sem sjúkdómi. Ég tók þar við framkvæmdastjórastöðu fyrir rúmum tveimur árum og við höfum lagt áherslu á vefsíðu með haldgóðum upplýsingum fyrir fagfólk og almenning.

Aðalvinnan okkar núna varðar umsóknir til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Amerísku geðlæknasamtakanna um viðurkenningu á „ultra“ unnum matvælum sem valda efnaánetjun - sem fíknisjúkdómi.

Þetta starf er gríðarlega áríðandi þar sem fagfólk er bundið af sjúkdómagreiningum sem þessi samtök setja. Mikill fjöldi vísindarannsókna sýnir fram á þennan vanda.“

Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf. Hún er stjórnandi …
Esther Helga Guðmundsdóttir er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf. Hún er stjórnandi Infact, alþjóðlegs fagskóla fyrir meðferðir og ráðgjöf fyrir matarfíkn og MFM matarfíknimiðstöðvarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Upplifa frelsi frá ílöngun

Hún segir Infact-skólann sérstaklega hannaðan fyrir heilbrigðisstarfsfólk og að meðal nemenda séu meðal annars læknar, geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og fíkniráðgjafar.

„Einnig hafa einstaklingar sem vilja þjálfa sig sem matarfíkniráðgjafa og hafa ekki fagnám að baki, farið í gegnum námið og fundið vettvang sem matarfíknifræðingar.

Fyrir einstakling sem glímir við matarfíkn er áríðandi að fá faglega greiningu og síðan sérhæfða meðferð við sjúkdómnum.“

Hvernig lýsir þú lífinu fyrir og eftir fráhald?

„Einstaklingur sem glímir við matarfíkn og nær afvötnun frá þeim matvælum, upplifir frelsi frá ílöngun (e craving) í efnin og matinn sem örva vellíðunarstöðvar heilans.

Skjólstæðingar eignast nýtt líf á svo margan hátt. Þyngdarvandi leysist, tækifæri skapast til vinna úr tilfinningavanda sem upp getur komið og andlegur styrkur eykst.

Fyrir þá sem telja sig glíma við matarfíkn er áríðandi að leita sér aðstoðar hjá matarfíkniráðgjöfum og fá leiðsögn við vandanum sem matarfíkn. Meðferð við matarfíkn er sértæk og byggist í fyrsta lagi á að taka út matvæli og efni sem valda fíkn og síðan vinna með þær persónuleikabreytingar sem hafa orðið þegar einstaklingur hefur þróað með sér fíknivanda.“

Áttu þér sjálf uppáhaldsmat í fráhaldi?

„Minn uppáhaldsmatur er lamba- eða svínasteik með fersku og blönduðu elduðu grænmeti:

til dæmis bakað grasker með timjan, steiktir gulrótarbitar í olíu með salti, pipar og engifer. Léttsteiktur púrrulaukur fallega skáskorinn, þetta eru aðeins nokkrar tillögur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál