Michelle Obama hlustaði ekki á móður sína og fór sína leið

Michelle Obama ákvað að fylgja hjartanu í stað þess að …
Michelle Obama ákvað að fylgja hjartanu í stað þess að hlýða móður sinni. JOHN GURZINSKI

Þegar Michelle LaVaughn Robinson var að alast upp í suðurhluta Chicago lögðu foreldrar hennar ríka áherslu á að eitthvað yrði úr henni þegar hún yrði stór. Hún gæti menntað sig þrátt fyrir að fjölskyldan byggi við frekar þröngan kost. Þau leigðu íbúð við 7436 South Euclid Avenue og lifðu rólegu fjölskyldulífi. Á heimilinu var alltaf kvöldmatur á sama tíma og foreldrar hennar studdu vel við bakið á henni sama hvað á bjátaði. Móðir hennar var heimavinnandi og faðir hennar vann við að lesa á mæla hjá fyrirtæki í Chicago. Í stað þess að reyna að festa kaup á húsnæði lögðu foreldrarnir peninga til hliðar til að geta stutt börnin sín tvö til háskólanáms. Í hugum foreldranna voru börnin þeirra lífeyrissjóður.

Michelle LaVaughn Robinson hóf nám í Princeton-háskóla sem er fjórði elsti háskóli Bandaríkjanna og oft talinn einn besti skólinn þar ytra. Eftir að hún útskrifaðist úr Princeton-háskóla lá leiðin í Harvard í Cambridge.

Þótt námið væri strembið á köflum þá naut hún þess að læra, enda vissi hún að foreldrar hennar höfðu lagt mikið á sig til þess að hún gæti fetað menntaveginn. Hana langaði líka til að verða eitthvað. Eftir að hún útskrifaðist sem lögfræðingur fékk hún vinnu hjá lögfræðistofunni Sidley Austin. Hún var þar í góðri stöðu og þénaði peninga. Hún hafði loksins efni á að leyfa sér ýmsan munað eins og kaupa sér merkjavöruskó og vera með dýra áskrift hjá líkamsræktarstöð í nágrenninu. Hún naut velgengni í starfi en hún var samt ekki ánægð. Hún hafði stefnt á það allt sitt líf að verða lögfræðingur og var búin að leggja mikið á sig til þess að sá draumur rættist. Þegar kom svo að því að lifa drauminn þá var hann ekki alveg í takt við vonir og væntingar.

Starfið á Sidley Austin var þó ekki alveg gagnslaust því þar hnaut hún um ungan lögfræðinema sem var við nám í Harvard-háskóla. Hann hét Barack Obama. Seinna áttu þau eftir að giftast og sigra heiminn saman.

Í ævisögu Michella Obama, Becoming, sem kom út árið 2018 kemur fram að hún hafi rætt áhyggjur sínar varðandi vinnuna við móður sína. Móðir hennar var ekki sérlega upprifin þegar hún heyrði að dóttir hennar væri ekki ánægð í vinnunni. Enda höfðu þau, foreldrarnir, lagt mikið á sig til þess að koma dóttur sinni til mennta. Hugsanlega gerðu þau það á kostnað eigin hamingju en í bókinni kemur fram að móðir hennar hafi oft og tíðum verið leið á hjónabandinu og langað að skilja. Það kemur því ekki á óvart að skoðun hennar á þessum óróa í dóttur hennar voru á þá leið að hún yrði að koma fyrst undir sig fótunum og svo gæti hún fundið hamingjuna. Stundum væri ekki hægt að fá allt á sama tíma.

Ungfrú Robinson ákvað að hlusta ekki á móður sína og sagði upp starfinu hjá Sidley Austin. Kannski þurfti hún minna á mömmu sinni að halda þar sem hún hafði fundið ástina í örmum unga laganemans sem hvatti hana til að láta drauma sína rætast og sagði henni að saman myndu þau einhvern veginn finna út úr lífinu. Hann nefndi að hann gæti kannski skrifað bók sem gæti bjargað fjárhagnum.

Við vitum hvernig þessi saga endar en það sem við getum lært af henni er að kannski þurfum við að vera duglegri að fylgja hjartanu. Ef við gerum það er líklegra að draumar okkar rætist og þá verðum við ósjálfrátt hamingjusamari. Er það ekki eitthvað til að fara með inn í þennan vetur?

Becoming eftir Michelle Obama er frábær bók sem þú ættir …
Becoming eftir Michelle Obama er frábær bók sem þú ættir að lesa ef þú ert ekki búin/n að lesa hana
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál