„Þjónustuþjálfun með sýndarveruleika“

Margrét Reynisdóttir.
Margrét Reynisdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margrét Reynisdóttir hefur sjálf gefið út átta bækur og þjálfunarefni um þjónustugæði og menningarlæsi sem stendur fyrirtækjum og einstaklingum til boða. Sjálf hefur hún langa reynslu í að halda fjarnámskeið.

„Við höfum verið að útbúa glænýtt námskeið fyrir fjarkennslu þar sem fjallað er um hvernig rétt líkamstjáning skapar toppþjónustu. Námskeiðinu fylgir einnig handbók.

Einnig bjóðum við upp á þjónustuþjálfunarefni í sýndarveruleika.

Sýndarveruleiki er bylting í þjónustuþjálfun og líkir eftir veruleika þannig að starfsmaður getur lifað sig svo vel inn í umhverfið að hann hefur á tilfinningunni að hann sé staddur á vettvangi og umhverfið sé raunverulegt. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þjónustuþjálfun og þjálfunarefni hérlendis í sýndarveruleika. Boðið er upp á sýndarveruleikann í formi námskeiða og einnig geta fyrirtæki keypt efnið og notað innanhúss.

Sýndarveruleiki virkjar persónulega hæfni og tilfinningaleg viðbrögð. Rannsóknir sýna að starfsfólk verður virkara og sýnir meiri einbeitingu þegar það er þjálfað með þessum hætti. Ávinningurinn er aukið öryggi og sjálfstraust starfsfólksins og meiri fagmennska í starfi. Þannig má fækka kvörtunum, minnka starfsmannaveltu og auka starfsánægju og jafnframt ánægju viðskiptavina sem skilar sér í kassann.“

Sýndarveruleikinn á erindi við alla

Þjálfun í persónulegri færni gegnum sýndarveruleika uppfyllir fjölmarga af topp tíu færniþáttum sem Alþjóða efnahagstofnunin (e. World Economic Forum) spáir að verði ráðandi árið 2025.

Hver er markhópur handbókarinnar?

„Það eru allir sem sinna fræðslu og þjálfun af einhverjum toga á netinu og vilja að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðum í stað þess að vera aðeins hlustendur eða áheyrendur.

Tilgangurinn er að kennarar og leiðbeinendur fái innblástur við lestur handbókarinnar um það hvernig þeir geta notað hugmyndirnar sem þar eru kynntar. Þær efla færni sem stuðla að auknum starfsgæðum og fagmennsku þátttakanda í fjórðu iðnbyltingunni.“

Fjarkennsla mun aukast

Hvernig sérðu framtíðina tengda kennslu?

„Ég spái því að fjarkennsla verði umfangsmeiri og spari þjálfunarkostnað og tíma. Um leið má nota námskeið innan fyrirtækja, eða kennslu þar sem þátttakendur hittast með leiðbeinanda í umræður, verkefnavinnu til að efla samskiptafærni, gagnrýna hugsun og lausn flókinna mála.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »