Embla gerir myndbönd fyrir Marvel og Amazon

Embla Wigum Tiktok-stjarna framleiðir myndbönd fyrir stærstu kvikmyndaframleiðendur heims.
Embla Wigum Tiktok-stjarna framleiðir myndbönd fyrir stærstu kvikmyndaframleiðendur heims. mbl.is/Ásdís

Tiktok-stjarnan Embla Wigum framleiddi nýverið myndband fyrir kvikmyndaframleiðandann Marvel Entertainment. Myndbandið gerði hún í tengslum við hrekkjavökuna og birti Marvel myndbandið á Tiktok-síðu sinni. 

Í samtali við mbl.is segir Embla að það hafi verið mjög óvænt en skemmtilegt að gera myndband í samstarfi við svo stórt fyrirtæki. Marvel er ekki eina stórfyrirtækið í skemmtanaiðnaðinum sem Embla hefur framleitt fyrir en hún gaf nýverið út myndband í samstarfi við Amazon Prime Video út frá þáttunum I Know What You Did Last Summer. 

Það er óhætt að segja að Embla sé ein skærasta íslenska Tiktok stjarnan í dag en yfir 1,6 milljónir manna fylgja henni nú á samfélagsmiðlinum. Embla náði milljón fylgjendum fyrr á þessu ári og í janúar ákvað hún að gera Tiktok að sínu aðalstarfi. 

@marvel

Last-minute ##Halloween costume: ✅ red wig ✅ omega-level powers ✅ a hidden darkness waiting to be unleashed. ##Phoenix or ##DarkPhoenix?! 🔥 @Embla Wigum

♬ original sound - Marvel Entertainment

Fjöldinn hefur ekki neikvæð áhrif

Nú í haust flutti hún út til London á Bretlandi til að sinna starfi sínu þaðan. Embla segir fyrstu vikurnar í nýrri borg hafa verið mjög góðar en að hún sé þó enn að koma sér fyrir. Hún flutti út ásamt Nökkva Fjalari Orrasyni sem stýrir Swipe Media og er umboðsmaður fjölda áhrifavalda. 

Spurð hvort það geri hana ekki stressaða að vita til þess að svona margir séu að fylgjast með henni á Tiktok segir hún svo ekki vera. „Maður gerir sér náttúrlega ekki grein fyrir þessari stærð, þetta er svo rosalega mikið. Þessi fjöldi hefur ekki haf neikvæð áhrif á mig, heldur hvetur mig til að gera betur. Mig langar að búa til betra efni fyrir fylgjendurna mína,“ segir Embla. 

@emblawigum

#ad felt good to get that off my chest 😌 @Prime Video UK #iknowwhatyoudidlastsummer #ad

♬ original sound - Embla Wigum
mbl.is