„Við værum ekki lifandi ef það væri ekki eitthvað að klikka í lífinu“

Sigga Kling og Harpa Magnúsdóttir fara á kostum í nýjum …
Sigga Kling og Harpa Magnúsdóttir fara á kostum í nýjum hlaðvarpsþætti Hoobla.

Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hoobla, er að gera stórgóða þætti um fólk sem tekur að sér tímabundin verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga, eða „giggara“ eins og hún kallar það. 

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Hoobla tekur Harpa viðtal við Siggu Kling spákonu sem er ein þeirra sem velur að vera sjálfstæð og fara sínar eigin leiðir í lífinu. Sigga Kling er oft fengin á staði til að létta andrúmsloftið og til að skapa ákveðna stemningu. Klæðnaður hennar er listaverki líkur og aldrei hægt að vita hverju hún tekur upp á þegar hún er beðin um að koma fram. 

Í hlaðvarpinu segir Sigga Kling frá hrifningu sinni á Nelson Mandela og uppljóstrar því að hún var eitt sinn húsmóðir með börn og burur.  

„Ég hef alltaf verið skotin í Nelson Mandela. Sér í lagi þeirri hugsjón hans að við megum ekki vera bitur út í neinn. Sama hvað kemur fyrir í lífinu, þá verðum við að halda í gleðina,“ segir Sigga Kling. 

„Við værum ekki lifandi ef það væri ekki eitthvað að klikka í lífinu,“ segir Harpa og Sigga Kling tekur undir: „Nei þetta er klikkað líf.“

Þó Sigga Kling hafi notið þess að vera heimavinnandi með börnin á sínum tíma er hún þeirrar skoðunar að tíminn í dag sé betri en hann var áður fyrir mæður með börn. Nú sé úrvalið í verslunum meira og hægt að gera hlutina á alla vegu. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál