„Ég er dugleg við að veita mér allskonar „lítinn lúxus““

Hanna Arnarsdóttir ritstjóri Gestgjafans og Húsa og Híbýla kann að …
Hanna Arnarsdóttir ritstjóri Gestgjafans og Húsa og Híbýla kann að njóta lífsins. Ljósmynd/Viktoría Kjartansdóttir

Hanna Arnarsdóttir ritstjóri Gestgjafans og Húsa og Híbýla kann að njóta lífsins. Hún elskar gott kampavín, falleg hótel og fær innblástur að því að ferðast um heiminn. 

Hver er þín morgunrútína?

„Ég vakna yfirleitt milli 7.30 og 8, set á mig andlitskremin mín og helli upp á Bialetti expressó kaffi og nýt þess að drekka það á meðan ég mála mig. Ég elska að taka fyrsta sopann af þessu dásamlega kaffi, þetta er án efa langbesti kaffibolli dagsins.“

Borðar þú morgunmat?

„Já, ég fæ mér oft hrökkkex, stundum eitt egg eða jógúrt með berjum og múslí og ef ég er á hlaupum þá ½ banana. Um helgar útbý ég gjarnan gott súrdeigsbrauð með kotasælu, avókadó, basilíku, tómötum, fetaosti og eggi. Þegar ég er stödd í París þá fæ ég mér croissant frá góðu bakaríi og til hátíðarbrigða pain au chocolat. Ég reyni alltaf að borða það sem við á í hverju landi, til dæmis hummus og shakshouka í Mið-Austurlöndum og amerískar pönnukökur í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.“

Hver er besta kaka sem þú hefur smakkað?

„Sko, þær eru margar góðar sem ég hef smakkað en ég er mikið fyrir að breyta til og prófa nýja hluti svona heilt yfir hvort sem það eru kökur eða annað tengt mat. En ég átti í ástarævintýri við köku þegar ég bjó í París á mínum yngri árum, kakan var svona frystikaka frá Le Notre og hét Prevert, hún var með súkkulaðimús, pistasíumús og hnetubotni og stundum lifði ég á henni og engu öðru sem er skrítið því ég er meira fyrir mat en kökur, hún er því miður hætt í framleiðslu. En í dag er uppáhaldskakan mín kanilkakan hennar Foldu úr nýjasta kökublaði Gestgjafans, ég féll í hreinlega í stafi þegar ég smakkaði hana, hún er fínleg, falleg og ferlega bragðgóð.“

Hér má sjá uppáhaldsköku Hönnu en uppskrift að henni er …
Hér má sjá uppáhaldsköku Hönnu en uppskrift að henni er í nýjasta tölublaði Gestgjafans. Ljósmynd/Hallur Karlsson

Á hvaða tónlist hlust­ar þú á á laug­ar­dags­kvöldi?

„Ég er rosaleg alæta á tónlist og það fer eftir því hvort ég er í hressa gírnum eða í rómantísku stuði. Um þessar mundir er ég svolítið að vinna með franska tónlist en Nat King Cole, Ella Fitzgeranld, Billie Holliday, Aretha Franklin og lög eftir Burt Bacharach eru oft á fóninum. Gott popp og pönk getur alveg dottið á fóninn líka að ógleymdu diskóinu. Annars á ég það oft til að velja tónlist eftir því hvað passar við kvöldmatinn.“

Hvað er lúx­us í þínum huga?

„Mig langar að segja líf án vandamála og flækja en held að hér sé verið að fiska eftir einhverju meira veraldlegu og þá kemur geggjað flott hótel fyrst upp í hugann. Vel hannaður hótelbar með áhugaverðum arkitektúr og ég klædd í fallegan kjól með spennandi kokteil eða kampavín í hönd á barnum í mjög góðum félagsskap er lúxus fyrir mér. Ég er dugleg við að veita mér allskonar „lítinn lúxus“ eins og gott bað með kertaljósi, kampavín fæ ég mér reglulega og svo finnst mér æðislegt að fara í eitthvað lítið dekur eins og spa eða andlitsbað.“

Ef þú þyrft­ir að bjarga einni flík úr elds­voða, hver yrði fyr­ir val­inu?

„Úff ég á svo mikið af fötum. Ætli ég myndi samt ekki kippa með mér sebramynstraða samfestingnum mínum sem ég keypti í Toronto og Prada-taskan mín myndi þá líka hanga á herðatrénu.“

Hvert er besta ráð sem þú hef­ur fengið?

„Ég hef nú fengið mörg og gefið mörg í gegnum árin, misgáfuleg og því erfitt að velja eitt en ætla samt að segja; að taka ekki mark á gagnrýni frá þeim sem maður myndi ekki leita ráða hjá, sér í lagi þegar kemur að útliti.“

Hvert sæk­ir þú inn­blást­ur þegar kem­ur að tísku?

„Verandi ritstjóri á tveimur blöðum gerir það að verkum að ég þarf að fylgjast vel með og ekki bara í mat og hönnun heldur líka á sviði almennrar tísku. Ég ferðast mikið og fer oft í heimsborgir eins og París og London og þar skoða ég tískuna í búðum og á götunni. Það er fátt skemmtilegra en að sitja á kaffihúsi í París og horfa og stúdera tískuna hjá þeim sem ganga fram hjá, svo finnst mér gaman að kaupa mér tímarit. Annars verð ég að bæta við að dóttir mín Viktoría (@viktoriakjartans) er sérlegur ráðgjafi mömmu sinnar þegar kemur að því að skvísa mig upp.“

Hvert er besta tískuráð allra tíma?

„Að festast ekki í sama stílnum en vera samt með persónulegan stíl.“

Hvað get­ur fólk gert til að breyta heim­in­um?

„Vera góður við aðra og muna að margt smátt gerir eitt stórt.“

Hvaða snyrti­vöru get­ur þú ekki lifað án?

„Kremaða sólarpúðrið, Soleil Tan frá Chanel á hug minn allan þessa dagana, gefur svo flottan og frísklegan ljóma. Svo verð ég að bæta við að Hot Mama kinnaliturinn frá The Balm er nýjasta viðbótin í snyrtibuddunni minni og ég er með algert „kröss“ á hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál