Þetta eru valdamestu konur heims

MacKenzie Scott, Kamala Harris og Christine Lagarde eru þrjár valdamestu …
MacKenzie Scott, Kamala Harris og Christine Lagarde eru þrjár valdamestu konur heims að mati tímaritsins Forbes. Samsett mynd

Rithöfundurinn MacKenzie Scott er valdamesta kona heims að mati bandaríska tímaritstins Forbes. Er þetta í þriðja skipti í 18 ár sem Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, er ekki í efsta sætinu.

Á ári hverju tekur tímaritið saman hvaða hundrað konur þykja þær valdamestu í heimi.  

Scott var áður gift milljarðamæringnum og stofnanda Amazon, Jeff Bezos. Þau skildu árið 2019. Hún er þriðja ríkasta kona heims og hefur notað auðævi sín til að láta gott af sér leiða. 

Önnur valdamesta kona heims er Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. Í þriðjasæti er Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu. 

Í umfjöllun Forbes segir að þegar kom að því að setja listann saman þá sé ekki bara nóg að líta til þess hversu mikilla tekna konur afla eða stöðu þeirra. „Manneskjan þarf að vera að gera eitthvað með auðævi sín, rödd eða stöðu sína,“ segir í umfjöllun Forbes.

Í 70. sæti listans er Elísabet II Bretlandsdrotting og fellur hún niður um 24 sæti á milli ára. Ástæðan er rakin til þess að hún er töluvert minna í sviðsljósinu en hún var auk vandræða konungsfjölskyldunnar bresku og hvernig hún hefur tekist á við þau. Á listanum má einnig finna leikkonuna Reese Witherspoon og tennisstjörnuna Serenu Williams. 

10 valdamestu konur heims að mati Forbes

  1. MacKenzie Scott
  2. Kamala Harris
  3. Christine Lagarde
  4. Mary Barra
  5. Melinda French Gates
  6. Abigail Johnson
  7. Ana Patricia Botín
  8. Ursula von der Leyen
  9. Tsai Ing-wen
  10. Julie Sweet

Listann í heild sinni má finna á vef Forbes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál