Guðrún Dís hefur störf á Rúv

Guðrún Dís er komin aftur til starfa hjá RÚV.
Guðrún Dís er komin aftur til starfa hjá RÚV. Ljósmynd/Ragnar Visage

Guðrún Dís Emilsdóttir hefur að nýju hafið störf hjá Ríkisútvarpinu. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Guðrún Dís er landsmönnum að góðu kunn sem stjórnandi eins vinsælasta útvarpsþáttar landsins, Virkra morgna á Rás 2, ásamt Andra Frey Viðarssyni og kynnir í Útsvarinu, spurningakeppni sveitafélaganna á RÚV.

Guðrún Dís flutti nýverið aftur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára búsetu á Húsavík. Hún og eiginmaður hennar, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri, ákvaðu undir lok síðasta árs að halda hvort í sína áttina. 

Guðrún Dís verður í ýmsum verkefnum fyrir útvarp og sjónvarp. Þau Andri Freyr sameinast á ný í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 sem þau stjórna ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur.

Þá á Guðrúnu Dís eftir að bregða reglulega fyrir á skjánum og hennar fyrsta verkefni verður að vera spyrill í sérstakri útgáfu Gettu betur, léttum og skemmtilegum spurningaþætti sem hefur göngu sína í byrjun apríl og verður á dagskrá á föstudagskvöldum.

„Það leggst mjög vel í mig að byrja aftur á RÚV og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“ segir Guðrún Dís. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda