Lena ætlar ekki að kaupa sér neitt nýtt 2022

Lena Magnúsdóttirí silkikjól sem hún keypti notaðan á netinu í …
Lena Magnúsdóttirí silkikjól sem hún keypti notaðan á netinu í nýja sófanum sínum sem hún keypti notaðan og sparaði mörg hundruð þúsund krónur.

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir stýra hlaðvarpsþættinum, Ekkert rusl. Sú fyrrnefnda hefur ákveðið að kaupa ekki neitt nýtt árið 2022 og óskaði eftir gamalli dagbók á Facebook með tómum blaðsíðum til að skrifa í. Fjöldi fólks hafði samband en í nýjasta þættinum ræða þær þetta. 

„Facebook-hópurinn Ekkert rusl/kaupum ekkert nýtt 2022 var stofnaður í kjölfarið og á örskömmum tíma bættust 300 félagar í hópinn. Ýmsar spurningar vöknuðu þar eins og hvað með smokka, eru til endurnýtanlegir smokkar - eða hvað? Við vitum minnst um það enda löngu hættar að nota smokka,“ segir Lena. 

Margrét segir að þær Lena hafi skellt sér í skíðaferð til Ítalíu í góðra vina hópi. 

„Við skíðuðum í Dólómítafjöllunum sem umkringja hinn undurfagra bæ Cortina d’Ampezzo en þess má geta að Bond myndin For your eyes only, var tekin þar. Við reiknuðum að sjálfsögðu kolefnaspor okkar og mannanna okkar við þetta flug,“ segir Margrét og bendir á vefinn  kolvidur.is.

„Flugferðin samsvarar því að við, þessi tvö pör, þurfum að gróðursetja 24 tré til þess að kolefnisjafna flugið fram og tilbaka. Hins vegar fannst ekki í fljótu bragði hvað það þýðir að ferðast með langferðabíl, sem leigður var undir hópinn í fjórar klukkustundir frá Salzburg í Austurríki til bæjarins fagra á Ítalíu. Ljóst er að það þarf að gróðursetja slatta af trjám til þess að bæta þessa ferð upp,“ segir Margrét og bætir við:

„Lena er að gera fleira til að einfalda lífstílinn sinn út frá umhverfissjónarmiðum. Hún fjárfesti í rafmagnsbíl og ætlar sér að halda utan um kostnað og sparnaðinn sem hún fær með því að kaupa eingöngu notaða muni og hætta að taka bensín. Þetta verður áhugaverð vegferð sem sýnir svart á hvítu hvernig slíkur lífstíll er,“ segir Margrét.

„Margrét hvetur fólk til þess að líta í sitt eigið rusl og velta fyrir sér hvernig megi minnka umfangið. Hún er sjálf að reyna að finna sína eigin leið í þessu hringrásarhagkerfi, keypti sér úlpu á nytjamarkaði um daginn og langar til dæmis að koma silfri sem hún erfði frá ömmu sinni í verð. Hún pælir í tilfinningalegu gildi í hlutum og þær Lena skiptast á stuttum og hressum sögum og skoðunum í þessum þriðja þætti hlaðvarpsins Ekkert rusl,“ segir Lena. 

Þú getur hlustað á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Margrét í úlpu sem hún keypti notaða.
Margrét í úlpu sem hún keypti notaða.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir á skíðum.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir á skíðum.
mbl.is