Svona hefndi hann sín á illa lagðri Teslu

Helgi Jean Classen er með hlaðvarpsþáttinn Hæ hæ ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni. Í nýjasta þættinum segir hann frá því þegar hann varð vitni að því þegar mjög reiður maður hefndi sín á illa lagðri Teslu. 

„Eftir að hafa þrætt framhjá Teslunni í þröngri götu - tók maður bifreiðar sig til - fór út - og meig á Tesluna sem hafði verið fyrir honum. Þetta var hin furðulegasta uppákoma - og réttlætið á sér hinar ýmsu birtingamyndir,“ segir Helgi Jean mjög hneykslaður á þessari hegðun. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.  

mbl.is