Sagði upp vinnunni og lærði nudd

Hildur Ýr Sigþórsdóttir útskrifaðist sem heilsunuddari nú í vor.
Hildur Ýr Sigþórsdóttir útskrifaðist sem heilsunuddari nú í vor.

Hildur Ýr Sigþórsdóttir ákvað að láta draum sinn um að læra heilsunudd rætast fyrir tveimur árum. Hildi hafði lengi dreymt um að fara í námið en var ekki tilbúin til að flytja suður til þess að fara í skólann, en hún er búsett á Akureyri með fjölskyldu sinni. 

Hildur útskrifaðist af heilsunuddarabraut sem nú er kennd við Framhaldsskólann á Húsavík en Helga Björg Sigurðardóttir heilsunuddari er yfir náminu. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskrifast af brautinni, sem var stofnuð fyrir tveimur árum.

„Ég var ekki lengi að skrá mig þegar þeir fóru að kenna nudd á Húsavík, sagði upp vinnunni minni og óð blint í sjóinn. Og sé alls ekki eftir því,“ segir Hildur. 

Vaðlaheiðargöng gerðu allt þægilegra

Það tekur um klukkustund að aka á bíl frá Akureyri til Húsavíkur þar sem námið er kennt. Bóklegu áfangarnir eru kenndir í fjarnámi við Fjölbrautarskólann við Ármúla og verklegu fögin kennd í staðlotum aðra hverja helgi í FSH.

„Það hentaði mér bara mjög vel og þá sérstaklega eftir að Vaðlaheiðargöngin opnuðu því þá gátum við bara keyrt til Húsavíkur um morguninn og komið heim aftur um kvöldið. Stundum voru nuddhelgarnar mjög þétt pakkaðar og þá keypt við okkur gistingu ýmist á hótelinu eða á gistiheimilinu á Húsavík,“ segir Hildur.

Hópurinn á Gamla Bauk á Húsavík ásamt kennaranum Helgu Björgu …
Hópurinn á Gamla Bauk á Húsavík ásamt kennaranum Helgu Björgu Sigurðardóttur (t.h.)þ

Eignaðist 18 vinkonur á einu bretti

Hildur segir þessi tvö ár í náminu hafa verið alveg yndisleg, þótt kórónuveiran hafi aðeins strítt þeim. „Við þurftum að fresta útskriftinni og loka nokkrum sinnum á nudd hjá okkur. En það virtist ekki skipta máli hve langar og strembnar helgarnar voru stundum, maður kom alltaf endurnærður heim,“ segir Hildur. 

Hún eignaðist margar vinkonur í náminu, 18 talsins, og segir að þær hafa gert námið enn betra. „Við þurftum að vinna mjög náið saman frá degi eitt og þurftum oftar en ekki að fara vel út fyrir þægindarammann svo mér þótti mjög magnað hvað við smullum allar saman og höfum haldið góðu sambandi þó fjarlægðin sé mikil og einhverjar þurft að hætta í náminu,“ segir Hildur.

Hildur eignaðist 18 vinkonur á einu bretti í náminu.
Hildur eignaðist 18 vinkonur á einu bretti í náminu.

Hún segir skemmtilegasta og besta við námið hafa verið nuddhelgarnar og fá að vera partur af þessum frábæra og fjölbreytta hópi. „Treysta þeim sem er að nudda mig og fá traust þeirra sem eru í nuddi hjá mér,“ segir Hildur.

Auk þess lærði hún ýmislegt nýtt sem víkkaði sjóndeildarhringinn hennar, eins og til dæmis gong-slökun, kakóathöfn, öndunarhugleiðslu og þagnargöngu.

Hildur segir námið hafa verið gríðarlega skemmtilegt og víkkað sjóndeildarhringinn.
Hildur segir námið hafa verið gríðarlega skemmtilegt og víkkað sjóndeildarhringinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál