Fjármálin breyttust við það að breyta tilfinningunum

Garðar Björgvinsson, fjármálaráðgjafi, var staddur í skuldavanda um árabil þrátt fyrir að hafa verið með trygga innkomu. Að sögn Garðars rímaði atferli hans á þessum tíma vel við vandann sem hann hafði fest sig í. Um leið og hann horfðist í augu við hugarfar sitt og hegðunarmynstur fann hann lausn á skuldavandanum og hefur deilt þeirri reynslu með því að aðstoða aðra sem staddir eru í sama vanda.

„Ég var með vanskil út um allt, lögfræðingar á eftir mér og svona. En ég var með háar tekjur á köflum og þegar ég var með háar tekjur þá versnaði staðan,“ segir Garðar sem hefur starfað sem fjármálaráðgjafi í þrjá áratugi og aðstoðar einstaklinga við að ná velgengni í fjármálum.

Fjármálavandi ræðst af tilfinningum

Garðar segir það tiltölulega auðvelt fyrir einstaklinga að festast í vítahring skuldavandans. Forgangsröðun og fastmótaður hugsunarháttur spili oft stóran þátt í því að einstaklingar lendi í fjármálavanda. 

„Ég sá að þetta var ekki spurning um tekjur,“ lýsir hann. „Eftir að ég fór að skoða mína hegðun og hvernig fjármálin breyttust við það að ég breytti tilfinningunum og hugsunarmynstrinu þá tók ég eftir því að þetta er þroskaganga sem maður gengur í gegnum,“ segir Garðar og tekur algeng dæmi um atferli og hugsanir einstaklinga sem lenda í skuldavanda á einhverjum tímapunkti í lífinu.

Garðar Björgvinsson er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum. Þar ræða þau um vandamál og velgengni einstaklinga í fjármálum og leggja drög að betri vegferð í þeim efnum. Þáttinn má nálgast í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál