Gummi kíró og Lína Birgitta í útrás

Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir eru með mörg …
Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir eru með mörg járn í eldinum um þessar mundir.

Það er mikið um að vera í lífi stjörnu- og athafnaparsins Guðmundar Birkis Pálmasonar og Línu Birgittu Sigurðardóttur um þessar mundir. Parið er nú í óða önn að koma upp svokölluðu „business pad“ sem er rými sem atvinnurekendur úr ólíkum áttum geta nýtt sér og í næstu viku fer svo í sölu sólgleraugnamerkið Moxen Eyewear sem parið hannaði saman.

„Okkur langaði að skapa rými fyrir fólk sem er í eigin rekstri og búa til skapandi umhverfi. En margir sem vinna sjálfstætt þekkja það vel að vera „einir“ í vinnunni en með Business Pad viljum við einmitt hafa umhverfið opið og skapandi sem ýtir undir það að fólk hittir annað fólk. Leigjendum gefst tækifæri á að leigja herbergi undir sinn rekstur ásamt því að hafa afnot af fundarrými, „lounge“ svæði og fleira,“ segir Guðmundur í viðtali og segir að þau hafi vitað eiginlega samstundis hvað þau vildu gera við húsnæðið. 

Þau sjá fyrir sér að búa til skapandi umhverfi fyrir einstaklinga með lítil fyrirtæki sem vilja vaxa og dafna. 

Guðmundur og Lína vilja skapa stað fyrir einstaklinga með lítil …
Guðmundur og Lína vilja skapa stað fyrir einstaklinga með lítil fyrirtæki.

Skemmtilegra að mæta í vinnuna

Guðmundur er kírópraktor og er framkvæmdastjóri Kírópraktorstofu Reykjavíkur. Þar að auki málar hann listaverk undir nafninu NORR og er áhrifavaldur á Instagram. Lína Birgitta rekur einnig sitt eigið fyrirtæki en hún er konan á bakvið íþróttavörulínuna vinsælu Define the Line Sport. Hún er sömuleiðis áhrifavaldur og heldur úti hlaðvarpsþáttunum Spjallið með Sólrúnu Diego og Guðríði Jónsdóttur. 

Spurð hvort þau hefðuð viljað nýta sér sambærilegt rými þegar þau voru af stað með sín fyrirtæki segja þau alveg hiklaust. „Það gerir svo mikið fyrir mann að vera í kringum „like minded people“ því maður getur bæði lært af því og gefið af sér,“ segir parið. 

Parið vissi strax hvað þau vildu gera við rýmið.
Parið vissi strax hvað þau vildu gera við rýmið.

Þau segja það mjög mikilvægt að staðna ekki þegar kemur að fyrirtækjarekstri heldur leita leiða til þess að þróa vörur og þjónustu í takt við tímann. „Með því að hafa einstaklinga á sama stað sem hafa ástríðu fyrir því sem það gerir smitar það út frá sér og það verður hreinlega skemmtilegra að mæta í vinnuna,“ segir Guðmundur. 

Guðmundur og Lína segjast hefðu viljað nýta sér stað eins …
Guðmundur og Lína segjast hefðu viljað nýta sér stað eins og þennan þegar þau voru að fara af stað með sín fyrirtæki.

Innblástur frá götutískunni í París

Nýjasta verkefni þeirra, sólgleraugnalínan Moxen Eyewear, er skýrt dæmi um það sem Guðmundur og Lína hafa tileinkað sér í nýsköpun og vöruþróun. Þau segjast lengi hafa haft nokkur verkefni í huga og eitt þeirra var þeirra eigið sólgleraugnamerki. 

„Við sáum gott tækifæri í því þar sem við verslum okkur oft sólgleraugu og fylgjumst vel með tískunni þar. Þannig í kjölfarið vildum við koma með sólgleraugu sem við sjálf myndum nota og vildum hafa sanngjarnt verð,“ segja þau.

Lína með ein sólgleraugu úr línunni.
Lína með ein sólgleraugu úr línunni.

Spurð af hverju sólgleraugu segjast þau einfaldlega elska sólgleraugu. Þau segja fyrstu vörulínuna vera tímalausa ásamt því að vera trendí og „edgy“. „Okkar helsti innblástur kemur frá götum Parísar en þar er götutískan bæði lífleg og skemmtileg og fólk notar sólgleraugu sem skart og sem hluta af heildar útlitinu,“ segir parið og bætir við að flestir ættu að geta fundið sér sólgleraugu úr línunni.

Þau segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við …
Þau segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi úr fyrstu línu Moxen Eyewear.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál