Ari Arnalds og Móeiður gefa út lag

Ari Elías Arnalds og Móeiður Júníusdóttir gáfu út lagið Shine …
Ari Elías Arnalds og Móeiður Júníusdóttir gáfu út lagið Shine á dögunum.

Tónlistarmæðginin Ari Elías Arnalds og Móeiður Júníusdóttir gáfu út sitt fyrsta lag saman á dögunum, lagið Shine. Það má segja að tónlistarheimar mæðginanna mætist í laginu, en Ari er meðlimur rokkhljómsveitarinnar Krownest á meðan móðir hans stofnaði Jazzband Reykjavíkur. 

Móeiður samdi texta lagsins sem vísar til eitraðra sambanda sem skína skærast í skjóli myrkurs. Ari segir lagið vera indískotið popplag. „Í grunninn samdi ég lagið, en ég gerði það þegar heimsfaraldurinn var svona í hámarki. Ég er búinn að vera semja mikið af töktum og samdi þennan grunn. Svo fannst mér mamma bara passa við lagið, það er svona 90's fílingur í því og henni leist bara mjög vel á það,“ segir Ari. „Í kjölfarið var drifið í því að fara til pródúsent, en við heyrðum í Bómarz og hann tók lagið svolítið á næsta stig.“

Mamma kann þetta

Aðspurður segir Ari samvinnuna hafa gengið afskaplega vel. „Mamma kemur sér beint að efninu, um leið og hún tók þátt í að vinna að þessu þá vorum við næstum bara komin í stúdíóið. Hún var fljót að klára textann og allt svoleiðis, hún kann þetta,“ segir Ari. 

Það er óhætt að segja að Ari komi úr mikilli tónlistarfjölskyldu en Eyþór Arnalds, faðir hans var á sínum tíma í hljómsveitinni Todmobile. Á væntanlegri plötu hljómsveitar Ara, Krownest, mun faðir hans vera með óvænta innkomu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál