Eigin rekstur erfiðari en fólk heldur

Jessica Anderson rekur fyrirtækið 93playstreet.
Jessica Anderson rekur fyrirtækið 93playstreet. Ljósmynd/instagram

Frumkvöðullinn Jessica Anderson segir að það sé erfiðara að reka eigin fyrirtæki en margir halda. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, 93playstreet, fyrir ekki svo löngu síðan og hefur velt meira en einni milljón bandaríkjadala á fyrsta árinu. Anderson opnaði sig um erfiðleikana á Tiktok á dögunum en hún segir álagið vera farið að hafa áhrif á heilsu hennar. 

Í myndbandinu segir hún frá stofnun fyrirtækisins og hvernig daglegur rekstur gengur fyrir sig. 

„Ég vil ræða glansmyndina sem er sett upp á samfélagsmiðlum um frumkvöðlavinnu. Það er eins og allir vilji stofna fyrirtæki og það er allt gott og blessað. Þetta er virkilega mikil vinna og ég er ekki í lagi. Ég get ekki klárað setningar, ég get ekki sagt litlar einfaldar sögur og ég gleymi hvernig ég á að segja orð. Þetta er svo erfitt og ég vildi að það væru fleiri sem gætu séð hvernig þetta er í raun og veru. Ég ætti að vera að taka upp TikTok fyrir fyrirtækið en ég hef það ekki í mér,“ sagði hún með tárin rennandi niður kinnarnar. 

mbl.is