Tanja Ýr stendur á tímamótum

Tanja Ýr Ástþórsdóttir stendur nú á tímamótum.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir stendur nú á tímamótum. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir stendur nú á tímamótum í lífi sínu en hún hefur ákveðið að hætta með fyrirtækið sitt Tanja Ýr Cosmetics. Fyrirtækið var byrjunin á hennar viðskiptaferli, en undir þeim merkjum selur hún gerviaugnhár. 

Tanja sagði frá ákvörðun sinni í færslu á Instagram í gær. 

„Ég verð alltaf ævinlega þakklát fyrir hvað þetta vörumerki kenndi mér þvílíkt margt og hvað þið hafið gengið í gegnum mikið með mér. Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að gefa út vörur sem eru betri, öðruvísi eða skemmtilegri en þær sem eru á markaði og mér tókst það í ansi mörg ár,“ skrifar Tanja. 

Tanja rekur einnig fyrirtækið Glamista Hair þar sem hún selur gervihártögl sem hafa notið mikilla vinsælda hér á Íslandi. Í færslu sinni segist hún ætla að einbeita sér að því fyrirtæki auk þess sem hún vinnur nú að gerð hlaðvarpsþátta. Einnig er hún með námskeið þar sem hún aðstoðar fólk við markaðssetningu og að búa til sín eigin vörumerki. 

„Hlakka til að fókusera á aðeins færri hluti og gera þá enn betur,“ skrifar Tanja.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is