Flutti að heiman 16 ára og fann sig ekki með eldri kærustu

Þórhildur Sara nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu Sterk saman.
Þórhildur Sara nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu Sterk saman.

Þórhildur Sara er 31 árs transkona og mikil baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Þórhildur passaði aldrei inn í þennan fyrirfram ákveðna kassa sem samfélagið og skólakerfið vill hafa okkur í. Skólagangan gekk ekki vel vegna mikils eineltis.

„Ég var alltaf öðruvísi í augum hinna, vildi vera í þrengri fötum og kannski með makeup,“ segir Þórhildur Sara og bætir við að persónuleikinn hafi alltaf verið kvenlegur.

Hún reyndi að fara í framhaldsskóla en gafst upp og hætti. Aðeins 16 ára gömul flutti hún að heiman, til þáverandi kærustu, sem var sex árum eldri. 

„Ég man að ég keypti mér kjól en það var rosalega mikið leyndarmál. Ég faldi hann í efstu hillu, aftast. Þegar ég var ein heima stalst ég til að klæða mig í kjól og mála mig en um leið og kærastan var á leiðinni heim fór ég úr og þreif mig, þetta var algjör feluleikur.“

Eftir að sambandinu lauk tók við meiri feluleikur en þá öðruvísi, hún var samkynhneigður karlmaður og var því vel tekið af hennar fólki.

„Ég fór í samband sem gekk vel í einhvern tíma en svo mátti ég ekki vera eins og ég vildi, glamurous gay, svo ég hætti í því sambandi fljótt.“

29 ára fór Þórhildur í viðtal hjá Samtökunum '78 því hún upplifði eins og hún væri meira en bara samkynhneigður karlmaður, eins og hún orðar það. Mánuði síðar kom hún út úr skápnum sem transkona.

Hún hefur margt að segja um biðina eftir aðgerðum hér á landi sem getur tekið allt að fimm ár. Á hverju ári er haldinn minningardagur fyrir þá sem látið hafa lífið vegna biðarinnar og á síðasta ári voru það 350 einstaklingar. 

Þórhildur Sara segir frá ástæðum þess að gleðigöngunni var breytt í baráttugöngu í ár og hversu erfitt það er oft fyrir foreldra og fullorðna aðstandendur að aðlagast nýjum raunveruleika þegar einstaklingur kemur út sem trans.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál