Eru íslenskar konur að heltast úr lestinni?

Á dögunum hittust meðlimir FKA á Vinnustofu Kjarval. Á viðburðinum fengu þátttakendur að hlusta á stutt erindi frá Sif Einarsdóttur, meðeiganda hjá Deloitte, en hún skrifaði íslenska hluta skýrslu Deloitte „Women in the boardroom“, sem kom nýlega út í sjöunda sinn. Sif setti fram spurninguna: „Eru íslenskar konur að heltast úr lestinni?“ en Belgía, Frakkland og Ítalía hafa öll náð hærra hlutfalli kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum en Íslandi.

„Mentor verkefnið gengur út á að koma upp mentor samstarfi milli reynslumikilla stjórnenda og reynsluminni framtíðarleiðtoga. Þetta verkefni hefur verið virkilega vinsælt og mjög mikilvægt til að efla tengslanetið og til að læra hver af annarri. Mentor verkefnið í ár er eitt það stærsta frá upphafi og eru um 90 konur búnar að skrá sig til þátttöku. Með þessu verkefni viljum við brúa bilið og efla tengslin á milli beggja hópa og hvetja konur til að standa saman og hjálpa hvor annarri að ná árangri,“ segir Thelma Kristín Kvaran, formaður FKA Framtíðar. 

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Sýn og stjórnendamarkþjálfi, hélt erindi en svo fóru þátttakendur á hraðstefnumót þar sem lyfturæður voru æfðar og fleira. 

„Það er ómetanlegt fyrir ungar konur, sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru komnar í stjórnendastöður og vilja taka skrefið enn hærra, að geta leitað til öflugra leiðtoga um leiðir til árangurs og fengið ráð um ýmislegt í tengslum við það sem þær eru að takast á við í sinni vegferð. Ég tók þátt í þessu verkefni fyrir nokkrum árum síðan og fékk alveg frábæran mentor sem hjálpaði mér mjög mikið og er ég henni ævinlega þakklát. Sömuleiðis vona ég að ég hafi gefið jafn mikið af mér til hennar. Það er mikilvægt að konur horfi ekki á hvor aðra sem samkeppnisaðila heldur samstarfsaðila. Við þurfum að vinna saman í að fjölga konum í stjórnunarstöðum, við þurfum að vekja athygli á konum sem eru að gera vel og gefa frambærilegum konum tækifæri. Saman erum við sterkari,“ segir Thelma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál