Árið sem allir urðu leiðtogar og forstöðumenn

Hver vill yfirmann þegar hann getur fengið leiðtoga?
Hver vill yfirmann þegar hann getur fengið leiðtoga? Samsett mynd

Það vekur alltaf athygli þegar fólk fer upp um tröppu í íslensku samfélagi og krækir sér í eftirsóknarverða stöðu innan fyrirtækis. Það sem heldur hefur þó vakið athygli blaðamanna Smartlands eru starfstitlarnir sem fólk hefur nælt sér í á árinu. Á árinu varð allt krökkt af leiðtogum; ef fólk var ekki ráðið í stöðu leiðtoga á einhverju sviði var það ráðið sem forstöðumaður sviðs eða deildar.

Anna Fríða Gísladóttir tók þannig við stöðu forstöðumanns markaðsmála hjá flugfélaginu Play í febrúar, en athygli vekur að margir forstöðumenn eru við störf hjá flugfélaginu. 

Anna Sigrún Baldursdóttir var svo í ágúst ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Eyrún Huld Harðardóttir tók sömuleiðis við leiðtogastöðu hjá Símanum á árinu, en hún er leiðtogi markaðsmála hjá fyrirtækinu. 

Þá má ekki gleyma Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem var ráðinn leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu í júní. 

Hjá Landsbankanum tóku þó nokkrir við stöðu forstöðumanns. Þar á meðal var Ellert Arnarson sem er nú forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá bankanum. Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, tók þá við stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar á einstaklingssviði. Í júní var svo Gróa Helga Eggertsdóttir ráðin forstöðumaður þjónustuvers bankans.

Landsnet varð sér svo úti um leiðtoga á árinu. Það er hún Maríanna Magnúsdóttir sem var ráðin leiðtogi breytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál