Áramótabréfið

Marta María Winkel Jónasdóttir.
Marta María Winkel Jónasdóttir. Ljósmynd/Kári Sverriss

Þegar ég var níu ára kom ný stelpa í bekkinn minn. Hún var í bláum gallabuxum með sítt liðað hár og með topp. Hún var svo sniðug og skemmtileg að ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég ákvað að við skyldum verða vinkonur. Sem betur fer var það gagnkvæmt. Hún var í ballett og spilaði á fiðlu, sem voru eiginlega hennar helstu ókostir því þá hafði hún minni tíma til að leika við mig eftir skóla. Fyrst um sinn lékum við okkur í Barbie en svo þróaðist vinskapurinn út í það að við gerðum saman útvarpsþætti. Önnur okkar var þáttastjórnandinn en hin var innhringjandinn. Líklega hafa þættirnir verið undir áhrifum Þjóðarsálarinnar sem var á dagskrá í útvarpinu á þessum tíma. Við vorum hinsvegar ekki að ræða málefni líðandi stundar heldur snerust útvarpsþættirnir um sölu á gömlu dóti. Í flóamarkaðsþáttunum voru notaðar bleyjur seldar, ónýtir ísskápar og heimaklipptar dúkkur sem enginn vildi eiga lengur. Því miður þurftum við oft að stoppa upptökuna því við hlógum svo mikið að okkur sjálfum því vitleysan vall út úr okkur á færibandi.

Svo urðum við unglingar og þar sem afþreying var ennþá af skornum skammti fundum við okkur leiðir til að skemmta okkur og hlæja að eigin fyndni. Við sátum náttúrlega bara uppi með okkur sjálfar og okkar raunveruleika sem var stundum aðeins of goslaus fyrir okkar smekk. Við hefðum helst vilja vera eins og skvísurnar í 90210. Í þá daga var ekkert Instagram og ekkert TikTok. Við neyddumst því bara til þess að töfra sjálfar fram meira stuð. Það var einmitt á einu slíku augnabliki sem áramótabréfin litu dagsins ljós. Þessi bréf gengu út á það að ég sendi henni annál með hápunktum lífs hennar á liðnu ári og hún sendi mér annál til baka með sömu uppskrift. Auðvitað var líf okkar töluvert meira spennandi þegar það var sett upp með þessum hætti. Af áramótabréfunum að dæma vorum við báðar einstaklega eftirsóttar og miklar gellur.

Þetta gerði það að verkum að áramótabréfin voru eiginlega hápunktur ársins. Sem er fyndið því þarna var ekki verið að nota neitt nema bréfsefni, penna og eigið hugvit. Þessi æskuvinkona mín er lystilega góður penni og hefur einstaka hæfileika í að koma hugsunum sínum í orð. Það var unun að drekka í sig hverja setningu. Setningarnar voru vel hugsaðar og það sem skipti máli var að innihaldið var trúnaðarmál. Textinn var ekki settur saman til að fá heiminn til að læka sig. Þessi bréf fóru ekki á flakk þá og hafa ekki gert síðan.

Því miður lagðist siðurinn um áramótabréfin af en það var líklega vegna þess að lífið tók við. Við stækkuðum og allur krafturinn fór í að vinna, mennta sig og láta enda ná saman.

Þetta rifjaðist upp þegar ég hitti Harald Þorleifsson sem er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Hann er jafngamall okkur æskuvinkonu minni og hefur á sínum 45 árum gert meira og sniðugra en margir aðrir. Einhverjir í hans sporum hefðu keypt sér eitthvert fáránlega dýrt stöðutákn til að fagna öllum peningunum. Það gerði hann ekki. Í stað þess að moka einungis undir sjálfan sig hefur hann bætt aðgengi fyrir fatlað fólk með römpum sem auðvelda fólki í hjólastól að komast um landið. Auk þess hefur hann gefið fólki peninga sem þarf raunverulega á þeim að halda.

Eftir að viðtalinu lauk ræddum við heima og geima. Ég spurði Harald um vini sína og hvort hann hefði komið sér upp nýjum og forríkum vinum eftir að hann seldi fyrirtæki sitt og varð milljarðamæringur. Hann svaraði neitandi og sagði að hann ætti sömu vini og hann hefði kynnst í 8. bekk. Ég tengdi við það og fór að hugsa um Júlíu mína!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál