Búa hjá foreldrum og eyða í merkjavörur

Það er hægt að lifa hátt ef maður fær frítt …
Það er hægt að lifa hátt ef maður fær frítt húsnæði hjá mömmu og pabba. Unsplash.com

Sífellt fleiri ungmenni velja að búa heima hjá foreldrum sínum og eyða laununum sínum í merkjavörur frekar en að fara út á fasteignamarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Morgan Stanley á neysluhegðun ungmenna í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Hlutfall ungmenna á aldrinum 20 til 34 ára sem búa hjá foreldrum sínum hækkaði úr 20% árið 2001 í 28% árið 2021.

„Mér finnst ég ekki fara óskynsamlega með fjármuni. Ég set einn þriðja af laununum mínum inn á bankabók í hverjum mánuði. Stundum sæki ég samt í þann sparnað ef ég sé eitthvað alveg sérstaklega fallegt í búðunum. En ég spara svo mikið á því að vera ekki að leigja í London að ég get leyft mér miklu meira. Að safna sér fyrir innborgun á húsi er mjög yfirþyrmandi verkefni því maður veit að ef maður nurlar saman hverri krónu þá á maður samt bara efni á einhverju kofaræskni eftir áratug eða svo,“ segir Juliet 23 ára í viðtali við The Times.

„Þessar niðurstöður Morgan Stanley koma mér ekkert á óvart. Ungt fólk sem býr heima er að halda uppi merkjavörubransanum. Ég er ein þeirra! Ég var að enda við að kaupa mér Celine tösku, Golden Goose strigaskó og kaupi reglulega gæðaflíkur á Farfetch eða Me+Em. Ég skil að mörgum finnist þetta kjánalegt að eyða peningum sínum svona en ég legg samt líka til hliðar pening í sparnað. Þetta þýðir líka að ég get keypt vandaðri flíkur sem endast lengur og er því mjög umhverfisvæn,“ segir Catherine, 28 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál