Magnús landaði verkefnum fyrir Netflix-þætti

Framleiðandi Netflix þáttanna Heartstopper tók eftir Magnúsi Orra Arnarsyni á …
Framleiðandi Netflix þáttanna Heartstopper tók eftir Magnúsi Orra Arnarsyni á samfélagsmiðlum og bauð honum vinnu við gerð þáttanna. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Orri Arnarson hefur verið að gera það gott í kvikmyndageiranum að undanförnu. Magnús er 21 árs og hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar landað hljóðvinnsluverkefnum fyrir Netflix þættina Heartstopper og er með fleiri verkefni á döfinni.

„Ég byrjaði á að læra kvikmyndagerð í framhaldskóla tók þar nokkra áfanga í klippivinnslu, myndtökum og í hljóðvinnslu,“ segir Magnús en boltinn fór að rúlla þegar hann var beðinn um að gera kynningarmyndband fyrir Íþróttasamband fatlaðra.

Bjó til kynningarmyndband fyrir heimsleika Special Olympics

„Árið 2019 var ég að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics í fimleikum í Abu Dhabi og Dubaí og var beðinn um að búa til kynningarmyndband fyrir Íþróttasamband fatlaðra þar sem ég tók upp brot af íslensku keppendunum sem voru á leið út að keppa. Anna Karólína Vilhjálmsdottir framkvæmdastjori Special Olympics á Íslandi hefur lagt sig fram um að koma mér á framfæri og það hefur svo sannarlega tekist hjá henni því eftir að eg skilaði af mér kynningarmyndbandinu hafði Elín Sveinsdóttir framleiðandi þáttana Með okkar augum samband við mig og vildi fá mig í lið með sér og hef ég starfað við þættina síðan þá,“ segir Magnús sem sér um að taka viðtöl, taka upp myndefni og klippa fyrir þættina.
Magnús hefur síðustu árin starfað við gerð þáttanna Með okkar …
Magnús hefur síðustu árin starfað við gerð þáttanna Með okkar augum. Ljósmynd/Aðsend

Uppgötvaður á samfélagsmiðlum

„Árið 2021 fékk ég svo vinnu sem klippari, tökumaður og ljósmyndari hjá Fréttablaðinu og sjónvarpsstöðinni Hringbraut og hef ég verið að vinna þar að undanförnu. Á síðasta ári hefur framleiðandi bresku Netflix þáttanna, Heartstopper, samband við mig. Þá hafði hann tekið eftir efni frá mér á Instagram og býður mér verkefni við gerð þáttanna. Verkefnið snýr aðallega að hljóðvinnslu þar sem ég vinn nokkur hljóðbrot fyrir þætti í annarri seríu þáttaraðarinnar. Ég sagði að sjálfsögðu strax já við verkefninu enda opnar það dyr að fleiri og stærri verkefnum. Ég er til dæmis núna að vinna að öðru verkefni með Netflix sem ég get ekki sagt frá að svo stöddu,“ segir Magnús sem segist tileinka sér mikinn aga í starfi.
Magnús Orri vinnur líka hjá Fréttablaðinu og Hringbraut.
Magnús Orri vinnur líka hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Ljósmynd/Aðsend

Allir eiga að fá tækifæri

„Ég er greindur með Tourette og einhverfu og tileinka mér mikinn aga í þvi sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vinn öll mín verkefni samviskusamlega og vel því það eru ekki allir sem eru fatlaðir sem fá svona stór tækifæri inn á sitt borð. Þetta er mikill heiður að fá að standa að öllum þessum verkefnum eins og ég hef gert. Þá hef ég lagt mikla áherslu á hvað jafnrétti skiptir miklu máli og að leyfa öllum að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram þótt þeir séu fatlaðir eða ekki.“

Magnús Orri stefnir hátt í heimi kvikmyndagerðar.
Magnús Orri stefnir hátt í heimi kvikmyndagerðar. Ljósmynd/Aðsend

Stefnir á að vinna Óskarinn

Magnús kveðst ætla að halda áfram að sækja fram á sviði kvikmyndagerðar. „Ég held áfram að mennta mig í alls konar tengt kvikmyndagerð en ég var að klára námskeið núna í desember í tónlistargerð svo fátt eitt sé nefnt. Ég stefni hátt en langtímamarkmið mitt er að vinna Óskarinn einn daginn eins og mín besta fyrirmynd i þessum bransa, hún Hildur Guðnadóttir.“
Magnús hvetur fólk til þess að fylgja sér á samfélagsmiðlum þar sem hann er mjög virkur
„Fólk sem vill fylgjast með hæfileikaríkum strák með Tourette og einhverfu brillera í sjónvarpinu og fimleikum má endilega fylgja mér á Instagram og TikTok,“ segir Magnús að lokum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál