„Geta vaxið 160% hraðar en önnur fyrirtæki“

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur þjálfað hundruð fyrirtæki og einstaklinga í að efla sköpunargleði. Síðustu misseri hefur Birna Dröfn rannsakað sköpunargleði og hvernig hana megi virkja á meðal starfsmanna á vinnustöðum en Birna Dröfn stundar doktorsnám við Háskólann í Reykjavík. 

„Rannsóknir hafa sýnt fram á að þau fyrirtæki sem vinna, nýta og efla sköpunargleðina og eru virkilega skapandi, geta vaxið 160% hraðar en önnur fyrirtæki,“ segir Birna Dröfn í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum. Þar vísar Birna Dröfn til lista sem Alþjóðaefnahagsráð gaf út yfir mikilvæga færniþætti framtíðarinnar og samskonar rannsóknir sem gerðar hafa verið á sköpunargleði.

Sérfræðingur í sköpunargleði

„Þar voru tíu þættir listaðir upp og fimm af þessum tíu þáttum falla undir að leysa vandamál. Sköpunargleði snýst að miklu leyti um það að leysa vandamál,“ segir Birna Dröfn sem hefur getið sér gott nafn á sviði sköpunargleðinnar og starfar sem sérfræðingur í sköpunargleði. 

Hún og eiginmaður hennar, Hannes Agnarsson Johnson, eru stofnendur Bulby hugbúnaðarins sem er knúinn til að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að þjálfa og efla sköpunargleði.

Birna Dröfn segir mikinn ávinning fólginn í því að efla sköpunargleði og þá sérstaklega fyrir  fyrirtæki og einstaklinga sem vilja ná árangri og farnast vel. Það byggir hún á aðferðum sem helstu rannsóknir hafa sýnt fram á að gefi góða raun.

„Aukin starfsánægja og virkni fólks í starfi eykst,“ bendir hún á og telur skapandi hugarfar vera forsendu nýsköpunar og þróunar í fyrirtækjum. 

Viðtalið við Birnu Dröfn í heild má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál