Manneskja ársins leysir frá skjóðunni á ráðstefnu

Haraldur Þorleifsson er einn af aðalfyrirlesurum á markþjálfunardeginum 2023.
Haraldur Þorleifsson er einn af aðalfyrirlesurum á markþjálfunardeginum 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi og mun að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni á því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Það er ICF Iceland sem stendur fyrir deginum sem ætlaður er til að vekja athygli á þeim árangri sem íslenskt atvinnulíf hefur náð með verkfærum markþjálfunar. Yfirskrift dagsins er „Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað“.

Aðalfyrirlesarar markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC og situr í stjórn ICF International.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er einn af markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi og NLP master coach og Kristrún Anna Konráðsdóttir CTPC teymis- og ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

Markþjálfunardagurinn er einn af lykilviðburðum ársins, ætlaður þeim sem vilja ná árangri. Hann hefur verið sérlega vel sóttur bæði af fagfólki og leiðtogum í atvinnulífinu. Markþálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hinn 2. febrúar kl. 13.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda