Guðlaug slekkur á símanum þegar hún þarf slökun

Guðlaug Ýr Þórs­dótt­ir, pila­te­s­kenn­ari og sjálf­bærn­isér­fræðing­ur hjá Reit­un.
Guðlaug Ýr Þórs­dótt­ir, pila­te­s­kenn­ari og sjálf­bærn­isér­fræðing­ur hjá Reit­un. Ljósmynd/Saga Sig

Guðlaug Ýr Þórsdóttir, pilateskennari og sjálfbærnisérfræðingur hjá Reitun, elskar að mæta í hóptíma hjá öðrum þjálfurum. Sjálf getur hún ekki beðið eftir að byrja að kenna pilates og barre eftir fæðingarorlof en sú ákvörðun að fara í pilateskennaranám í London var ein besta ákvörðun sem Guðlaug hefur tekið.

Hvaða nám ert þú ánægðust með að hafa farið í?

„Þegar ég bjó í London og var í fæðingarorlofi með dóttur mína þá rakst ég á pilateskennaranám sem er ekki í boði á Íslandi. Ég ákvað að skella mér og bætti einnig við réttindum til að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu. Þetta reyndist nokkuð afdrifarík ákvörðun en ég fann mig algerlega í náminu og starfa sem pilateskennari í dag,“ segir Guðlaug.

Hvernig hreyfingu stundar þú?

„Ég stunda aðallega Pilates og Barre. Sem þjálfari elska ég að mæta í tíma hjá öðrum og leyfa öðrum að þjálfa mig og fá innblástur. Ég æfi mest í Hreyfingu en þar er fjöldinn allur af frábærum þjálfurum og hóptímum. Ég elska líka að hlaupa en læt það eiga sig yfir háveturinn.“

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég er ein af þeim sem elska morgunmat og einfaldlega verð að borða morgunmat. Þessa dagana fæ ég mér oftast gríska jógúrt með granóla eða chia-graut á uppáhaldskaffihúsinu mínu í Vesturbænum, Hygge.“

Kaffihúsið Hygge er í uppáhaldi.
Kaffihúsið Hygge er í uppáhaldi.

Hvað gerir þú til þess að slaka á?

„Það fyrsta sem ég geri þegar mér finnst ég þurfa slökun er að slökkva á símanum. Ég held að margir tengi við áreiti sem stafar af skilaboðum, tölvupóstum og skjátíma yfir höfuð. Þá hreinsar ekkert hugann eins vel og göngutúr eða góð æfing.“

Hver er uppáhaldsborgin þín og af hverju?

„Klárlega Tókýó! Maðurinn minn var að vinna fyrir japanskan banka í London og þurfti því að dvelja um tíma í Tókýó. Stelpan okkar var þá 15 mánaða og hinn fullkomni ferðafélagi en við eyddum öllum dögum í að skoða þessa mögnuðu borg saman. Japanir eru ótrúlega vingjarnlegir og almennilegir og við vorum alltaf öruggar þarna tvær. Það sem kemur efst upp í hugann þegar ég hugsa til baka eru fallegir garðar, ævintýraleg hverfi og markaðir þar sem þú finnur allt á milli himins og jarðar. Borgin er tandurhrein þó þú finnir hvergi ruslatunnur og í minnstu lestarstöðvum voru lyftur fyrir barnavagninn, nokkuð sem London á langt í land með. Ég ætla klárlega að fara aftur til Tókýó og vonandi ferðast víðar um Japan.“

Verslunargata Tókýó
Verslunargata Tókýó

Hvað gerir þú um helgar?

„Helgarnar eru eins mismunandi og þær eru margar en fjölskyldan og vinirnir eiga helgarnar og ég reyni að njóta sem mest með þeim.“

Hvaða hlaðvarp er í uppáhaldi?

„Ég hef ekki enn komist á hlaðvarpsvagninn. Ég get ómögulega hlustað á fólk tala í lengri tíma og að því sögðu þá get ég heldur ekki horft á bíómyndir eða þætti ein. Ég fer alltaf að gera eitthvað annað.“

En sjónvarpsþættir?

„Ég og maðurinn minn vorum að klára House Of Dragon – mæli með.“

Ertu að lesa einhverja bók núna?

„Ég er að lesa Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding.“

Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding.
Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding.

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Ef ég þarf að velja veraldlegan hlut þá væri það rúmið mitt. Svefn er það mikilvægasta til viðhalda góðri heilsu. Ef eitthvað er að, andlega eða líkamlega, byrjaðu á því að skoða svefnvenjur.“

Gott rúm er nauðsynlegt.
Gott rúm er nauðsynlegt. Ljósmynd/Unsplash.com/Deconovo

Uppáhaldsflíkin þín?

„Eftir þetta mikla frost í desember er 66°Norður úlpan hátt á listanum. Ég keypti hana árið 2017, hún er alltaf jafnflott og sér ekki á henni. Ég gaf sjálfri mér gullfallegan kjól úr nýrri línu Hildar Yeoman fyrir jólin sem ég held mikið upp á. Annars finnurðu mig oftast í íþróttafötum eða kósígallanum og þá er sænska merkið Aim'n í uppáhaldi.“

Fötin frá Aim’n eru töff.
Fötin frá Aim’n eru töff.

Hvaða snyrtivara er í uppáhaldi?

„Það er nokkrar vörur í uppáhaldi hjá mér núna og hafa verið í nokkurn tíma. Rakakrem frá Garnier sem heitir Vitamin C Serum Cream og Charlotte Tilbury Flawless Filter sem veitir létta áferð og ljóma og svo líka sólarpúðrið frá Charlotte Tilbury. Á varirnar nota ég Lip Oil frá Dior en ég elska allt „nude“ á varir.“

Vitamin C Serum Cream frá Garnier.
Vitamin C Serum Cream frá Garnier.

Hvað ætlar þú að gera spennandi árið 2023?

„Ég get ekki beðið eftir að byrja að þjálfa barre og pilates á fullu eftir fæðingarorlofið en fátt veitir mér jafn mikla orku og gleði eins og að þjálfa. Mér er boðið í tvö brúðkaup næsta sumar hjá bestu vinum mínum sem ég er virkilega spennt fyrir, enda brúðkaup skemmtilegustu veislurnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál