Alexandra Helga keypti fyrir 260 milljónir í Ármúla

Alexandra Helga Ívarsdóttir, t. h., og Móeiður Lárusdóttir t.v. reka …
Alexandra Helga Ívarsdóttir, t. h., og Móeiður Lárusdóttir t.v. reka saman netverslunina Móa og Mía. Ljósmynd/Moaogmia.is

Alexandra Helga Ívarsdóttir, annar eigandi netverslunarinnar Móa & Mía og eiginkona Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns, hefur fest kaup á verslunarhúsnæði við Ármúla 40. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Alexandra festi kaup á húsnæðinu í gegnum félag sitt Santé North ehf. Kaupverðið er 260 milljónir króna en um er að ræða 547 fermetra verslun og 319 fermetra vörugeymslu.

Alexandra stofnaði Móa & Mía á síðasta ári ásamt Móeiði Lárusdóttur. Í versluninni, sem eingöngu hefur verið á netinu til þessa, er fjölbreytt úrval barnafata og barnavara auk þess sem þær bjóða upp á ýmislegt fyrir mæður og verðandi mæður.

Verslunin heitir í höfuðið á dætrum þeirra Alexöndru og Móeiðar. Alexandra og Gylfi eiga dótturina Melrós Míu en Móeiður og Hörður Björgvin Magnússon fótboltamaður eiga saman dæturnar Matteu Móu og Mörlu Ósk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál