„Hataði“ útlit sitt fyrir Playboy

Pamela Anderson segist hafa verið óánægð með útlit sitt þar …
Pamela Anderson segist hafa verið óánægð með útlit sitt þar til hún sat fyrir hjá tímaritinu Playboy. Samsett mynd

Pamela Anderson viðurkennir að hafa verið „hræðilega feimin“ þegar hún var yngri og hafi „hatað“ útlit sitt áður en hún hóf fyrirsætuferil sinn hjá tímaritinu Playboy árið 1989. 

„Feimnin var eitthvað sem var svo lamandi. Þegar ég var lítil þá setti ég oft húfu yfir höfuðið á mér og dró hana niður. Ég hataði hvernig ég leit út, ég hataði allt. Ég var svo feimin og mér fannst allir aðrir vera svo fallegir, en ég hafði bara ekki sjálfstraust,“ sagði hún nýlega í viðtali við ET Canada

Upplifði frelsi hjá Playboy

Anderson segir allt hafa breyst þegar hún var valin leikfélagi mánaðarins hjá Playboy árið 1989. Í viðtalinu lýsir hún myndatökunni og segist hafa fundið fyrir miklu frelsi í fyrsta sinn. 

„Ég var í Vancouver og Playboy hafði samband við mig nokkrum sinnum en ég sagði alltaf nei. Að lokum var ég í þannig aðstæðum að ég hugsaði: „Af hverju ekki? Leyfið mér að prófa þetta.“ Síðan kom ég til Los Angeles og var dauðhrædd,“ rifjaði hún upp. 

„Við fyrsta flassið opnuðust augu mín og mér leið eins og ég væri að falla af kletti,“ útskýrði Anderson og bætti við að henni hafi liðið eins og hún hefði samstundis hætt að reyna að stjórna öllu í kringum sig og tekið lífið í sátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál