Steindi, Auddi og Gillz stofna hlutafélag

Steindi, Auddi og Gillz stofnuðu hlutafélagið Celcius á dögunum.
Steindi, Auddi og Gillz stofnuðu hlutafélagið Celcius á dögunum. Samsett mynd

Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson stofnuðu nýverið, ásamt öðrum, félagið Celsius dreifing ehf.

Er tilgangur félagsins heildverslun og dreifing heilsöluvara. Þetta kemur fram í lögbirtingarblaðinu en félagið var stofnað í janúar síðastliðnum. 

Formaður stjórnar er markaðsstjóri Myndform, Geir Gunnarsson. Auk þeirra Auðuns, Steinda og Egils eru Magnús Geir Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson og Halldór Sigurbjörn Guðjónsson í stjórn félagsins. 

Félagið er stofnað í kringum heildsölu á drykknum Celsius, sem er koffíndrykkur sem Myndform hefur flutt inn frá 2021.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál