„Fannst ég ekki nógu trúuð til að gerast prestur“

Helga Einarsdóttir er athafnastjór hjá Siðmennt.
Helga Einarsdóttir er athafnastjór hjá Siðmennt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Einarsdóttir fermdist í lítilli sveitakirkju á Austfjörðum ásamt tveimur öðrum fyrir næstum 30 árum. Nú sér hún um notalegar og persónulegar athafnir hjá Siðmennt en þegar hún var að fermast var ekki í boði að fermast borgaralega, að minnsta kosti ekki þar sem hún bjó.

„Mér fannst mjög áhugavert að taka þátt í merkisathöfnum á mannsævinni, hvort sem það eru nafngjafir, fermingar, hjónavígslur eða útfarir. Ég er líka þjóðfræðingur þannig að kannski kemur þetta þaðan, áhugi á siðum og venjum. Mér fannst alltaf sá hluti af prestsstarfinu heillandi en fannst ég ekki nógu trúuð til að gerast prestur. Því var athafnastjórn í húmanískum lífsgildum eins og talað út úr mínu hjarta. Mér finnst líka mjög gaman að skrifa og að koma fram þannig að þetta helst allt í hendur,“ segir Helga um ástæðu þess að hún gekk til liðs við Siðmennt.

Helga lýsir athöfnum sínum þannig að hún leitist við að hafa hverja athöfn eins persónulega og hægt er og að manneskjan sjálf skíni í gegnum textann. „Mér finnst líka mikilvægt að athafnirnar séu hátíðlegar, einlægar og hlýjar og góð blanda af hlátri og gráti,“ segir hún og bendir á að hún noti oft ljóð og söngtexta í athöfnum sínum og reyni að velja efni sem passar við einstaklinginn og tilefnið. Hún bendir þó á að athafnastjórar geti verið ólíkir.

Hvað er það skemmtilegasta við fermingarnar hjá Siðmennt?

„Að þær eru afslappaðar, oft flytja fermingarbörnin sjálf atriði, til dæmis söng, hljóðfæraleik, leikatriði, ljóðalestur og svo framvegis sem gefur athöfnunum svo mikla og aukna dýpt,“ segir Helga.

„Í fermingarathöfnum þar sem um er að ræða hóp fermingarbarna legg ég áherslu á að þetta sé hátíðleg stund en með þeirri áherslu að þetta sé val sem felst ekki í staðfestingu á trú né lífsgildum, en þó ekki heldur afneitun á þeim heldur er áherslan á að þetta sé val og að þau geti verið stolt af sínu vali,“ segir Helga, sem finnst mikilvægt að tala beint til barnanna, þau séu aðalstjörnur dagsins.

Er áhuginn á borgaralegri fermingu að aukast?

„Það eykst með hverju ári, ég held að það sé af því að það eru sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir að þeir hafa val, unglingar eru óhræddari við að fylgja eigin sannfæringu fremur en þrýstingi frá fjölskyldu og vinum.“

Þarf hugrekki til að einbeita sér að því góða

Hver eru gildin ykkar og hvernig lifir þú eftir þessum gildum sem manneskjan Helga Einarsdóttir?

„Gildi húmanisma eru meðal annars virðing og frelsi. Mér finnst mjög mikilvægt sjálfri að bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, það gerir lífið svo skemmtilegt hvað við mannfólkið getum verið ótrúlega fjölbreytt. Ég tel að það sé í eðli manneskjunnar að vera góð og vilja öðrum gott. Það er svo miklu meira og stærra en það sem er ljótt og vont í heiminum. Það þarf bara visst hugrekki til að einbeita sér að hinu góða.“

Hvað gefur þér að vera í tengslum við unga fólkið?

„Mér finnst börn og unglingar svo ótrúlega skemmtilegt fólk, sjá hlutina alltaf algjörlega nýrri og ferskri sýn. Þótt það sé frekar langt síðan ég var unglingur finnst mér samt svo stutt síðan. Kannski er bara svona stutt í fermingarbarnið í mér!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál