Björk segir upp á Fréttablaðinu

Björk Eiðsdóttir ritstjóri Helgarblaðs Fréttablaðsins.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri Helgarblaðs Fréttablaðsins. Ljósmynd/Sigtryggur Ari

Björk Eiðsdóttir ritstjóri Helgarblaðs Fréttablaðsins hefur sagt upp störfum. Hún hóf störf á blaðinu 2019 og var fyrst umsjónarmaður á innblaði þess en svo tók hún við Helgarblaðinu 2020.

Björk hefur komið víða við í fjölmiðlum. Hún var um tíma ritstjóri Séð og Heyrt en líka haldið úti vinsælum sjónvarpsþáttum á SkjáEinum og á Hringbraut. 2013 stofnaði hún tímaritið MAN og var ritstjóri þess þangað til útgáfu þess var hætt 2019. 

Fréttablaðið hætti dreifingu inn á heimili landsmanna um áramótin og hefur lestur blaðsins farið sílækkandi síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál