Davíð úti en Björgólfur klifrar upp lista þeirra ríku

Davíð Helgason og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Davíð Helgason og Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stofnandi fjárfestingafélagsins Novator, er á meðal þeirra ríkustu í heimi ef marka má lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Hann er eini Íslendingurinn á listanum en Davíð Helgason stofnandi Unity hefur ekki náð sér á strik og er í annað sinn ekki á listanum. 

Davíð Helgason var aðeins í rúmt ár á listanum að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins en það var árið 2021. Hann datt hins vegar út af lista í fyrra vegna lækkunar hlutabréfaverðs Unity. 

Björgólfur Thor er í sæti 1.217 á nýuppfærðum lista Forbes. Í fyrra var hann í sæti 1.238. Ef taka á mark á lista bandaríska viðskiptatímaritsins hefur hagur Björgólfs vænkast milli ára – að minnsta kosti miðað við annarra. Eru auðæfi hans metin á 2,5 milljarða dala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál