Vertu eins og EXIT-gæi á grænum Porche

Jeppe Schøitt keyrir um á grænum Porche Taycan.
Jeppe Schøitt keyrir um á grænum Porche Taycan. Ljósmynd/Samsett

Norsku sjónvarpsþættirnir EXIT eru helsta umræðuefnið á kaffistofum landsmanna þessa dagana. Þættirnir fjalla um fjóra auðmenn sem svífast einskis til þess að græða sem mest af peningum. Þeir lifa hinu ljúfa lífi en eru minna uppteknir af því að fara eftir reglum samfélagsins. Þeir hika ekki við að kaupa allt sem peningar geta keypt eins og til dæmis aðgang að líkömum annars fólks, glæsibifreiðar, dýr föt og glæsihús. 

Jeppe Schøitt er einn af EXIT-auðmönnunum en hann er leikinn af Jon Øigarden. Í nýjustu seríunni af EXIT keyrir hann um á grænum Porche Taycan. Um er að ræða hraðskreiðan rafmagnsbíl sem státar af fögrum útlínum og góðum aksturseiginleikum. Hann bókstaflega spænir upp malbikið. 

Ef þig dreymir um að vera jafn flott/ur á því og Jeppe í EXIT þá geturðu látið drauminn rætast fyrir 12.490.000 krónur. Á vefnum bilasolur.is er að finna grænan Taygan sem kom til landsins sumarið 2021. Hann er ekinn 27.000 km og er með ljósum leðursætum að innan. Hann er með lituðum rúðum og bakkmyndavél. Ökutækið er afturhjóladrifið. 

Hægt er að skoða bílinn nánar á bilasolur.is. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál