Félag Stefáns Magnússonar gjaldþrota

Þessi mynd var tekin þegar Mathús Garðabæjar var opnað 2016.
Þessi mynd var tekin þegar Mathús Garðabæjar var opnað 2016. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Félag Stefáns Magnússonar, Brunch ehf. var úrskurðað gjaldþrota 14. september. Félagið rak til dæmis veitingastaðinn Mathús Garðabæjar sem notið hefur mikilla vinsælda. Staðurinn var opnaður 2016 og var um tíma einn eftirsóttasti veitingastaðurinn í bæjarfélaginu. 

Stefán Magnússon er kokkur að mennt og gerði það gott í veitingarekstri hérlendis. Auk Mathúss Garðabæjar hefur hann rekið Sjáland í Garðabænum, Reykjavík Meat og Nü Asi­an Fusi­on. Greint var frá því á mbl.is í gær að annað félag Stefáns, Gour­met ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota og Sjálandi lokað. 

Mathús Garðabæjar er ennþá opið en eigendaskipti urðu á því síðasta haust þegar félagið MHG10 ehf. keypti staðinn af Brunch ehf. 

Samkvæmt upplýsingum frá núverandi eigendum Mathúss Garðabæjar er það með öllu ótengt Brunch ehf. Mathús Garðabæjar býður alla gesti og kúnna velkomna og tekur á móti þeim gestum sem áttu bókað á Sjálandi og hjálpar þeim að leysa þær bókanir sem þar hafa verið gerðar.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda