„Elska að gera húðflúr af nöktum konum“

Auður Ýr starfar á húðflúrstofunni Aftur & aftur.
Auður Ýr starfar á húðflúrstofunni Aftur & aftur. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Við Garðastræti í Reykjavík er að finna einstaklega huggulega og hlýlega húðflúrstofu sem ber heitið Aftur & aftur. Stofan hefur þá skemmtilegu sérstöðu að þar vinna eingöngu konur, fimm talsins. Allar eru þær einstaklega hæfileikaríkar og skapandi og liðtækar með húðflúrnálina.

Auður Ýr Elísabetardóttir er ein þessara fimm. Hún lærði teikningu í San Francisco í Kaliforníuríki en hætti í miðju námi til að elta draum sinn og gerast húðflúrari. Henni hefur tekist að skapa sér farsælan feril hér á landi sem bæði húðflúrari og listakona, enda hæfileikarík á mörgum sviðum. 

Á stofunni starfa eingöngu konur.
Á stofunni starfa eingöngu konur. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég var átta ára gömul var ég harðákveðin í að verða teiknari. Ég bjó í miðbæ Reykjavíkur sem krakki og laumaðist gjarnan inn á stofurnar í hverfinu og varð fljótt mjög forvitin um þennan heim.

Á unglingsárunum íhugaði ég að gerast húðflúrari en mér tókst einhvern veginn að sannfæra mig um að það væri lítill sem enginn áhugi á því að kenna mér fagið, enda var þetta mikill karlaheimur á þessum tíma. Ég endaði því á að læra teikningu. Upphaflega pælingin mín var að fara út í teiknimyndagerð eða myndskreytingu barnabóka, sem ég hef að vísu sinnt samhliða starfi mínu sem húðflúrari, að námi loknu. En meðan á náminu stóð byrjuðu fleiri og fleiri konur að húðflúra og þetta varð mun aðgengilegra. Ég setti saman möppu með verkum mínum og hafði samband við stofu og byrjaði stuttu síðar að starfa sem nemi,“ segir Auður Ýr. 

Auður Ýr er afar hæfileikarík með húðflúrnálina.
Auður Ýr er afar hæfileikarík með húðflúrnálina. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Hvernig lærir fólk að húðflúra?

„Það er mjög algengt að fólk læri með því að prófa sig áfram en ég fór klassísku leiðina og fékk nemastöðu á stofu. Ég var nemi hjá Búra á Ízlensku húðflúrstofunni í um það bil eitt ár. Þar fékk ég að fylgjast með honum, Jóni Páli og Sindra vinna og bara bókstaflega drakk í mig fróðleikinn. Ég hélt svo áfram að starfa á stofunni í þó nokkur ár eftir að nemastöðunni lauk og er bara enn þann dag í dag að læra af fólkinu í kringum mig.“

Auður Ýr er vel skreytt af húðflúrum. Hún er þó ekki með nákvæma tölu yfir fjölda þeirra en sjálfri finnst henni hún ekki vera með mörg húðflúr. 

„Þau eru á bilinu 20 til 30,“ segir hún og hlær. 

Hefur þú húðflúrað sjálfa þig?

„Ég hef gert tvö pínulítil húðflúr á sjálfa mig. Ég gerði lítið blóm í krukku á ökklann á mér þegar ég var nýbyrjuð en forvitnin dreif mig áfram þegar kom að því seinna. Ég vildi ólm vita hvernig það væri að húðflúra innri hluta handarinnar og skrifaði því lítið orð í lófann.“

Auður Ýr elskar að húðflúra myndir af nöktum konum.
Auður Ýr elskar að húðflúra myndir af nöktum konum. Ljósmynd/Úr einkasafni

Kvenorka í loftinu

Aftur & aftur opnaði dyr sínar í desember 2022 og hefur vakið mikla athygli. 

„Samstarfskona mín Allie Doersch á allan heiðurinn af því að skapa þessa dásamlega stofu. Hér er fremur rólegt og þægilegt að vera. Við leggjum ríka áherslu á persónulegt og hlýlegt andrúmsloft, kvenorkan er allsráðandi.“

Hvernig komuð þið saman?

Ég var með mikla breytingarþörf þegar ég rakst á Instagram-færslu sem greindi frá því að Allie væri að opna nýja stofu. Ég hafði hitt hana nokkrum sinnum og ákvað í algjöru bríaríi að athuga hvort hana vantaði ekki húðflúrara. Það var ekki flóknara en það. Ég viðurkenni samt að það var erfitt að kveðja Ízlensku húðflúrstofuna eftir ríflega sex ár en stundum þarf maður einfaldlega að breyta um umhverfi.“

Finnst fólki áhugavert að það starfi eingöngu konur á stofunni?

„Já, algjörlega. Við heyrum reglulega frá fólki að það skynji á andrúmsloftinu að hér starfi eingöngu konur. Enginn getur alveg sett fingurinn á hvað það er, en það er rosalega góð orka inni á stofunni.“

Naktar konur heilla

Auður Ýr hefur húðflúrað ótal manns. Hún segir það alveg einstaka tilfinningu að vera treyst fyrir slíku verkefni.

Ánægður kúnni!
Ánægður kúnni! Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Hvað er fallegasta húðflúr sem þú hefur gert?

Ég veit ekki hvort ég get valið eitthvað eitt en ég elska að gera húðflúr af nöktum konum. Það er í algjöru uppáhaldi hjá mér að teikna konur, húðflúra alls kyns líkama á alls kyns líkama. Mér finnst líka mjög gaman að gera blóm fríhendis. Það er alveg einstök tilfinning þegar fólk treystir mér fyrir því að krota frjálst á það. Flæðið sem myndast með þessari aðferð getur verið svo miklu betra en þegar maður er með fyrir fram teiknaða hönnun. Mörg af mínum bestu húðflúrum hafa fæðst á þennan máta.“

Hvað er ljótasta húðflúr sem þú hefur gert?

„Ég er ekki viss um að ég vilji endilega segja neitt um það en það eru alveg þó nokkur húðflúr sem ég nýt mín ekkert sérstaklega við að gera, þá helst víkingatákn og rúnir. En sem betur fer eru aðrir húðflúrarar sem njóta sín í slíku og gera það á mun fallegri og betri hátt en ég.“

„Skreytti móður sína og tengdamóður“

Arna Ýr hefur húðflúrað nokkra fjölskyldumeðlimi sína og var eiginmaður hennar sá fyrsti sem varð þess heiðurs aðnjótandi. 

„Maðurinn minn var sá fyrsti sem fékk húðflúr frá mér. Síðan þá hef ég gert allnokkur á hann. Ég hef líka fengið að setja eitt á móður mína sem og tengdamóður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda