Funheit nóvemberspá Siggu Kling

Sigga Kling spáir fyrir lesendum.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum.

Hvernig verður nóvember? Mun ástin blossa upp hjá fólki í nautsmerkinu og mun fólk í krabbamerkinu ná helmingi meiri árangri en áður? Fær fólk í hrútsmerkinu stöðuhækkun? 

Hrútur: Þú getur lagfært allt

Elsku hrúturinn minn,

þú ert í óða önn að hreinsa sjálfan þig af vanköntum eða vírusum sem hafa smogið inn í sálina. Þú verður svo sterkur að laga, leiðrétta og nota þennan sterka aga sem þú hefur til að gera þig fullkominn. Þetta er líka tíminn sem sem þú færð stöðuhækkun, þó það sé kannski eitthvað fátítt á þessum tímum sem við erum að lifa í akkúrat núna. Þú ert bara svo klár að og eins og þú hafir heila hersveit í vinnu. Eftir því sem þú verður eldri bætist við að þú hefur þær gáfur að deila út verkefnum og vera sannur leiðtogi.

Ýmislegt sem þú hefur byrjað á á þessu ári á eftir að gefa vel í aðra hönd, peningalega séð. Ekki efast um þinn mikla mátt — segðu hvað þú vilt og hafðu hátt! Þó það standi í Biblíunni að sælir séu hógværir því þeir munu landið erfa er það alls ekki ekki það sem þú þarft á að halda svo haltu áfram ótrauður áfram veginn. Með þessu skapar þú líf þitt jafnóðum. Farðu varlega í akstri, taktu enga óþarfa áhættu með jafnvel bíl sem er ekki á nógu góðum dekkjum o.s.frv.

Lesa meira

Naut: Trúðu á kraftaverkin

Elsku nautið mitt,

þú ert að fara inn í litríkan og tilfinningaþrunginn ástarmánuð. Það má segja að ástin sé allt sem þú þarft eins og Bítlarnir sungu „Love is all you need“. Þú munt virka eins og segull á hitt kynið og þyrftir helst að fá þér flugnaspaða eða piparsprey til að ekkert slíkt eigi sér stað í þessum mánuði! Þessum segli fylgir líka að vanti þig hjálp sækja um lán eða framkvæma eitthvað sem þú getur ekki séð í augnablikinu hvernig þú ferð að, þá er þessi sami segull að verki og þú munt fá „já“ sem svar við beiðni þinni. Mundu bara að spyrja sjálft.

Ekki hafa áhyggjur af stöðu þinni gagnvart heimili eða íverustað heldur skoðaðu bara vel hvaða möguleika þú þarft að hafa eða gera — þá kemur svarið upp í hendurnar á þér. Lokaðu hurðinni rólega en örugglega á þá sem eru leiðinlegir við þig (Oscar Wilde sagði að eina dauðasyndin sé að vera leiðinlegur). Þitt tungl er staðsett í sporðdrekanum og á eftir að hafa mikil áhrif á kraftinn þinn. Hugsanlegt er að þú náir í ofurkraft og til að gera slíkt er mikilvægt fyrir þig að prógramma á þér höfuðið eins og með tölvuna þegar hún er forrituð.

Lesa meira


Tvíburar: Þú tryggir ekki eftir á

Elsku tvíburinn minn,

það er svo mikilvægt að þú skrifir niður og hjá þér hvað þú þarft að gera daginn eftir, næstu viku eða hvað sem er því þegar svona álag ríkir missirðu oft dálítið af minninu. Svo skipulegðu hlutina eftir þínu höfði og láttu símann t.d. minna þig á ef eitthvað er sem þú þarft að vita þann daginn, þá stundina.

Þú lítur vel út, ert geislandi og glaðvær og hressir við fólkið í kringum þig. Þú ert svo hnyttinn og húmorískur að það hálfa væri nóg! Með orðheppninni einni saman heillarðu þá sem þú þarft upp úr skónum og reyndar beint í arma þína ef þú ert á lausu. En þeir sem eru í sambandi skulu passa sig á því að gera ekkert af sér þennan mánuðinn. Allt virðist nefnilega komast upp þennan mánuðinn og einnig þarf að skoða vel að segja ekki öllum leyndarmálin sín … því þjóð veit þá þrír vita. Það er gamalt máltæki og er enn 100% rétt.

Lesa meira

Krabbi: Það fer ekkert fram hjá þér

Elsku krabbinn minn,

það er að koma rólegri tími núna, betra jafnvægi og aukinn skilningur á því sem er að gerast … það er eins þú finnir á þér alla skapaða hluti. Næmni þín er að hækka og margfaldast, að það er hreint og beint ótrúlegt. Þig dreymir fyrir og skynjar allt svo miklu betur en þú hefur gert áður. Þú horfir á þig með bjartari og betri sýn, gefur frá þér svo mikið þakklæti til fólks hvort sem það á það skilið eður ei.

Þú ert líka að breyta mataræðinu eða gera einhverjar breytingar á lyfjum eða vítamínum því það er svo mikil hreinsun í líkama þínum að það er augljóst að þú ert að gera eitthvað sem gerir þér svo gott og lætur þér líða betur. Það eina sem allir vilja, alveg sama hvar þeir eru staðsettir í lífinu, er vellíðan eða að líða vel. Taktu eftir þeim tímabilum sem þér líður best og klappaðu þér á brjóstið því með því ertu að setja þessa strauma inn í blóðrásina (á ensku er þetta kallað tapping). Þar sem frumurnar þínar hafa minni ertu að stilla inn vellíðanarorku þína.

Lesa meira

Ljón: Ekki láta neinn ráðskast með þig

Elsku ljónið mitt,

þín orka er frjáls í eðli sínu, alveg eins og ljónin eru frjáls á sléttunni er enginn sem stjórnar þeim hvað þau eiga að gera yfirleitt. Skilaboðin til þín elskan er að þú skalt passa þig á að einhver stjórni þér ekki og segi þér fyrir verkum því með því heldur sá hinn sami að hann sé yfir þig hafinn.

Þetta getur verið persóna sem þú hefur hag af að sé inni í lífi þínu en útkoman á þessu öllu saman gæti orðið svo allt öðruvísi en þér dettur í hug. Svo horfðu í spegilinn og spurðu sjálfa þig: „Er það ég sem er að stjórna mínu lífi?“ Þú ert forstjórinn yfir sjálfinu og sálinni og þegar þú tekur frelsið þitt til baka (þó þú sjáir ekki endilega fjötrana) sérðu það um leið um þú tekur það til baka.

Lesa meira

Meyja: Nóg af skipulagningum fram undan

Elsku meyjan mín,

Þetta eru góðir tímar hjá þér núna. Hins vegar eru hugsanir þínar á ljóshraða og eins og Austurlandahraðlestin búi í heilanum á þér. Þess vegna getur þér fundist að þú sjáir að svo margt sé bara í bölvaðri vitleysu og veist ekki í hvorn fótinn þú eigir að stíga en þetta er meira það sem hugur þinn er að búa til.

Ef þú lendir í því áfalli gagnvart manneskju eða öðru fólki skaltu muna fimm daga regluna … bíddu í fimm daga því eftir fimm daga er allt breytt. Svo ekki snúa öllu við, hringja í mann og annan þó ýmislegt komi upp á, bíddu bara róleg, það er verið að lagfæra þetta, svo farðu bara að horfa á einhverja þætti og dúlla þér.

Lesa meira

Vog: Nóvember kemur á silfurfati

Elsku vogin mín,

þér hefur fundist þú dálítið óörugg undanfarið og oft fengið eins og þyngsli yfir brjóstkassann eða magann og ekki vitað út af hverju þú ert að fá þetta óöryggi.

Ástæðan er m.a. sú að þú hefur ekki verið að gefa þér nógu mikinn tíma til að efla líkama og huga, það er svo margt annað sem virðist brenna á hjá þér svo nú þarftu að leyfa þér aðeins meira kæruleysi, meiri hvíld, en þú ert nú alls ekki löt en skoðaðu það að leti er sexý!

Þessi mánuður sem þú ert að stíga inn í kemur með til þín á silfurfati það sem þú þarfnast og þá sérstaklega ef þú sleppir tökunum og stjórnar engu. Þú þarft samt að vita að enginn er ómissandi og stundum finnst þér að þú þurfir að vera alls staðar með öllum en stundum er bara best að taka heimapúkann á þetta. Þú heillast af öllu sem viðkemur lífinu og átt eftir að ferðast bara hreinlega út um allt, þig dreymir um draumaferðir. Þú verður beðin um eða færð upp í hendurnar eins konar verkefni sem tengist ferðalögum, hvort um ræðir vinnuna þína eða einhverju öðru.

Lesa meira

Sporðdreki: Ekki efast um ástina, ástin efast ekki um þig

Elsku sporðdrekinn minn,

þetta er svaka spennandi tímabil sem er að detta inn hjá þér. Nýtt tungl var núna um mánaðamótin og gefur þér að þú verður að gera þær breytingar sem þú vilt hafa í lífi þínu og skapa sjálfur gott mynstur í kringum þig, vera vakandi fyrir öllu sem er að gerast því að þá verður mátturinn þinn margfaldur. Þetta er svo mikilvægt tímabil og sturluð orka sem þú ert nú þegar farinn að finna fyrir.

Hápunktur mánaðar er í kringum 15. nóvember þegar fullt tungl er í nautsmerkinu en þá er Cupid (ástarguðinn) að skjóta ástarörvum allt í kringum þig. Þetta tengist líka hinum ofurfagra Venus og ef þú ert hrifinn af einhverjum skaltu bara vaða í málið án þess að hika. Það er margir svo hræddir við þig og þora ekki að taka fyrsta skrefið hvort sem tengist vináttu eða ástum svo breiddu bara út faðminn því þú ert virkilega elskaður en átt það of oft til að finnast þú ekki verðugur í þeim kærleika. Ekki efast um ástina, ástin efast ekki um þig og útgeislun þín og töfrar felast ekki alltaf í útlitinu þó þú fallegur og sexý sért!

Lesa meira

Bogmaður: Hik er sama og tap

Elsku bogmaðurinn minn,

það er svo merkileg orka í kringum þig alveg fram að áramótum og hún hljómar sérstaklega hávær – að hika er sama og tapa. Ekki hugsa þig of mikið um, ekki bíða eftir að eitthvað gerist, farðu að framkvæma undirstöður á því sem þér finnst spennandi og skoðaðu vel: Ef þér líður illa í vinnunni er það eins og vont hjónaband sem þú þarft að gera eitthvað í. Ekki halda áfram í þeim hjólförum sem draga þig niður því orkan yfir þetta tímabil er engri lík.

Það er næstum eins og þú gætir tínt stjörnurnar af himingeimnum og leikið þér að þeim. Það er enginn vegur að þú berir skynbragð á hversu fljótt breytingarnar gerast og allt er orðið öðruvísi en það var. Vertu sannfærandi við sjálfan þig, talaðu upphátt við sjálfan þig þar sem það gefur þér betri orku til að stjórna þessari bíómynd er kallast lífið! Tíðnin á nefnilega til að tvöfaldast þegar þú heyrir talaðar setningarnar um það sem þú vilt að birtist þér.

Lesa meira

Steingeit: Enginn hefur meiri keppnisanda en þú

Elsku steingeitin mín,

þú þarft að taka afstöðu gagnvart svo mörgu í kringum þig og það þarf að vera afgerandi afstaða, ekkert kannski, bara já eða nei. Og í þessari stöðu er mikilvægt að þú hafir trúnaðarmann svo þú getur létt á álaginu sem hjá þér er. Eða leita þér hjálpar hjá þeim sem vita hvað er best og þá sem vita hvað er best, t.a.m. fagaðila eða það sem þér finnst best.

Í þessari spennu þarftu að vera að hugsa vel um heilsuna og fara ekki fram úr þér þó þig langi til að gera svo mikið. Satúrnus er þín pláneta og er hún talin vera geðstirður og strangur faðir ef við getum kallað hana það en jákvæðu hliðar hennar er að hún kennir þér takmarkanir og uppbyggingu. Þess vegna er eiginleiki þinn þessi mikla ábyrgð sem þú tekur og margar skyldur sem þú berð ábyrgð á. Þetta gerir það líka að enginn hefur meiri keppnisanda en þú og ef þú skoðar vel er sjálfsaginn upp á 10 í því sem þú nennir.

Lesa meira

Vatnsberi: Það þarf að taka ákvörðun

Elsku vatnsberinn minn,

þú hefur svo góðar undirstöður og hefur átt áður fyrr svo magnaða kafla í lífsbókinni þinni. Alls ekki vera of viðkvæmur og taka inn á þig neinn ljótleika sem passar ekki við þína merkilegu sál. Ef ástin er ekki að gefa þér það sem þú þarft og þér finnst ekki þú viljir gefa ástinni það sem hún vill, getur verið tími til að hugsa málið, rétti tíminn til að taka skýra ákvörðun. Þegar þú tekur þessa ákvörðun færðu þann styrk sem þig skortir.

Þetta er mjög merkilegur mánuður sem tengir þig við frið, betri stöðugleika og þú verður sterkari með hverjum deginum sem líður á þessu tímabili. Það er að myndast hjá þér nýtt áhugamál eða -svið sem þú verður hugfanginn af. 10. nóvember, 14., 15. og 16. nóvember,- þetta eru dagarnir sem senda þér skýr skilaboð og aukið þrek til að byrja á nýju eða loka einhverjum málum, loka einfaldlega því sem er að hindra þig og horfast í augu við það sem þú hefur hræðst. Þá sérðu að þetta er auðveldara en þú nokkurn tíma bjóst við.

Lesa meira

Fiskar: Þú leynist smá harðstjóri í þér

Elsku fiskurinn minn,

þú ert án efa með gríðarlega blessun yfir þér næstu mánuði. Og þú ert of tilfinningaríkur, stundum of smámunasamur og svo leynist þarna líka smá harðstjóri ef vera vill. Þó allir þessir tónar hljómi hjá þér kemstu yfir alla þá þröskulda sem fyrir þér eru svo taktu ekkert of nærri þér, því að næsta skref sem þú tekur er pottþétta rétta skrefið.

Passaðu þig svo vel á því að tala ekki illa um fólk sem þú vinnur með, vini, vandamenn o.s.frv., því ef þú gerir slíkt kallarðu til þín vesen og þú vilt að sjálfsögðu ekki lenda í því. Þetta á einnig við um slúður, ekki vera með „echo“ slúður sem þú veist ekki 100% að sé rétt.

Ég hef þann sið að ef ég ætla að fara að slúðra um aðra að éta ofan í mig orðin, tyggja þau vel og fara svo á klósettið og skila þeim þar sem þau eiga heima!

H
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda