Íslendingar á topp-200 lista Forbes

Í hönnun Minarc er lögð áhersla á sjálfbærni og að …
Í hönnun Minarc er lögð áhersla á sjálfbærni og að ögra hefðbundnum aðferðum með sértækum byggingarlausnum. Ljósmynd/Aðsend

Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson eru hönnuðirnir á bak við Minarc vörumerkið. Þau hafa náð undraverðum árangri með arkitektúr sinn og hönnun heimila og eru nú á lista Forbes yfir 200 áhrifamestu arkitekta í flokki residential architects í Bandaríkjunum.

Allar arkitektastofur sem eru í félagi arkitekta í Bandaríkjunum (American Institute of Architects), eða fleiri en 18.000, áttu þess kost að verða fyrir valinu.

Líkt og segir á síðu Forbes er ekki valið út frá tísku og straumum hönnunar hverju sinni heldur er litið á heildarmyndina og húsin metin út frá þriggja þrepa kerfi Forbes Architecture.

Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir hjá Minarc, en fyrirtækið …
Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir hjá Minarc, en fyrirtækið var stofnað 1999. Ljósmynd/Aðsend

Taka tillit til umhverfisins

Erla segir að viðurkenning sem þessi sé helst til þess fallin að minna á hve brýnt og stórt hlutverk arkitekta spila í samfélaginu.

„Þessi viðurkenning er ekki aðeins mikill heiður fyrir okkur sem fyrirtæki og einstaklinga, heldur einnig afar mikilvæg fyrir samfélagið og þjóðina.“ 

Þegar heimili eru byggð þá er verið að breyta náttúrunni og í því felst mikil ábyrgð af hálfu arkitekta og hönnuða, að sögn Erlu. Mikilvægt sé að það sem komi í staðinn sé ekki einungis fagurfræðilega aðlaðandi heldur einnig hagnýtt og endingargott.

Undirstrikar mikilvægi arkitekta

„Oft er litið á arkitekta sem þá sem einungis teikna hús eða eldhús, en starf arkitektsins er mun dýpra og víðfeðmara. Útlitið skiptir máli, en það er ekki síður mikilvægt að húsin séu í góðu flæði og taki tillit til umhverfisins og auðlinda þess.“

Aðspurð segir Erla að val fyrirtækisins Minarc á lista Forbes undirstriki mikilvægi starfs þeirra hjóna og mikla vinnu. Áherslan sé lögð á sjálfbærni og að ögra hefðbundnum aðferðum með sértækum byggingarlausnum. 

„Við höfum alltaf litið svo á að arkitektúr snúist um svo miklu meira en að reisa hús. Hann snýst um að skapa rými sem veita innblástur og sameina hús, fólk og náttúru í sátt.“

Forbes: America's Top 200 Residential Architects

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda