Hvað þarf að borga mikinn skatt af útleigu á bílskúr?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manneskju sem veltir fyrir sér leigutekjum af bílskúr. 

Hæ hæ,

Ég er að kaupa íbúð og henni fylgir íbúð í bílskúr sem ég þarf stundum að nota fyrir fjölskyldumeðlim, en þess á milli mun ég líklega leigja hana út, þá til styttri tíma. Greiði ég sama skatt ef ég leigi hana út á Airbnb eða sambærilegri síðu og ef ég leigi hana námsmanni í nokkra mánuði eða gilda aðrar reglur fyrir Airbnb? Takk takk!

Bestu, 

BB

Sæl.

Skammtímaleiga eins og t.d. Airbnb fellur undir heimagistingu og ef heildartekjur eru undir 2 milljónum á ári og undir 90 dögum á ári þá nemur skattlagning af þeirri útleigu 22% sem er fjármagnstekjuskattur. Ef veltan brýtur þann múr er litið svo á að um atvinnurekstur sé að ræða og er skattlagt af þeirri veltu eins og af atvinnurekstrartekjum.

Bílskúrinn er hluti af íbúðinni þinni og ef um langtímaleigu er að ræða t.d. til námsmanna sem fellur undir húsaleigulög er skattskyldan af þeirri leigu sem nemur 11% af útleigutekjum.

Kveðja, 

Eymundur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda